Fara í efni
Pistlar

Orð

I

Án upphafs,
án orða,
þögn.

Hljómur.

Tónn
Fegurð

án nokkurs
allt.

II

Þakklæti
býr í gjörðum,
stundum orðum
og stöku þögn.

Þegar
manni líður vel
er maður að
Þakka fyrir sig.

III

Þakklætið
býr í hjartanu.

Ósýnilegt
en heldur
blóðflæðinu
gangandi

meðal fólks.

IV

Vanþakklæti
er annað.

Og einna helst
í hugum þeirra
sem ráða,

með valdi,
peningum,
græðgi
og mannfyrirlitningu.

Þeirra
sem finnst
hlálegt

að elska náungann
eins og sjálfan sig.

Þeir sem þannig
ráða, eiga enga leið
með náunganum.

Enda skilja þeir orð eins og náunga
sem gaurinn sem eitthvað þvælist fyrir þeim.

Gaurinn, gelluna, mannvesenið
og allt þetta hinsegin en sjálfið
sem er svo sjálfhverft
að það skynjar ekkert
annað en eigin fýsnir og svokallaðar þarfir.

Óþarfi margra er annarra nauðsyn.

Stórt hús,
nokkrir bílar
peningar á löngu gjaldþrota
reikningum
og drasl,
er þessu fólki nauðsyn

á meðan
mannfólk í nauðum
er verðlaust,
marklaust
og orðlaust.

V

Er nema von
þó maður
hangi enn í trúnni
um að í upphafi hafi verið orðið?

Þó svo lúðulakarnir taki
það af manni.

VI

Þó svo ekki væri nema fyrir
eitt eða fleiri „Fuss!“
og jafnvel „Sveiattan.“

VII

Látum því ekki
eilíft vanþakkláta
valdhafa

taka frá okkur orðin!

Sigurður Ingólfsson er rithöfundur og þýðandi

Þræll þeirra Dufgussona?

Orri Páll Ormarsson skrifar
26. júlí 2024 | kl. 11:00

Afleiðingar hins græna lífsstíls

Sigurður Arnarson skrifar
24. júlí 2024 | kl. 10:00

OpenAI: Gervigreindarbyltingin á hraðferð – er kapp best með forsjá?

Magnús Smári Smárason skrifar
23. júlí 2024 | kl. 20:00

Er unga fólkið döngunarlaust?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
23. júlí 2024 | kl. 06:00

Þjóðvegir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. júlí 2024 | kl. 11:30

Hús dagsins: Syðra-Gil

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
21. júlí 2024 | kl. 10:30