Fara í efni
Pistlar

Minningu Fiske enn haldið hátt á lofti

Í dag, 11. nóvember, er haldið upp á fæðingardag velgjörðarmanns Grímseyinga, Bandaríkjamannsins Daniels Willards Fiske. Dagurinn er árlega haldinn hátíðlegur í eynni.

Boðið verður upp á hlaðborð í félagsheimilinu Múla í kvöld kl. 18.00, lesið verður ágrip um Fiske, sem fæddur var 1831, haldin verður krágáta (pubquiz) og í framhaldinu boðið upp á dansskemmtun þar sem Kiwanismenn þeyta skífum fram á kvöldið, segir í tilkynningu á vef Grímseyjar.

Frekar fjölmennt hefur verið út í eyju það sem af er hausti, er haft eftir Karen Nótt Halldórsdóttur á vefnum. Karen Nótt er í kvenfélaginu Baugi, en félagið hefur séð um skipulag þessar árlegu hátíðar óslitið frá stofnun þess árið 1957. „Óvenjulega margir gert út frá eyjunni í haust og bættist við einn netabátur í haust sem stefnir á að gera út frá Grímsey. Búist er við að um 45 manns verði á skemmtuninni í kvöld og hefðu verið fleiri ef ferjan hefði geta siglt í morgun, en ferðinni var aflýst sökum ölduhæðar,“ segir á vefnum.

Saga Daniels Willards Fiske er um margt óvenjuleg en hann gerðist mikill velgjörðarmaður Grímseyinga á 19. öld þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Grímseyjar, einungis siglt einu sinni í námunda við eyjuna. Sem ungur maður fékk Fiske mikinn áhuga á Íslandi og lærði íslensku í Kaupmannahöfn þar sem hann kynntist m.a. Íslendingum þegar hann nam þar norræn fræði.

Í Grímsey má ennþá finna muni sem hann gaf til eyjarinnar, meðal annars töluvert magn bóka. Þar eru einnig minnismerki og söguskilti um Fiske, auk þess að í flugstöðinni á staðnum hefur verið sett upp örsýning þar sem fræðast má um Fiske og sjá má nokkra muni úr gjöf hans.

Minningabrot í hringformi

Rakel Hinriksdóttir skrifar
22. september 2023 | kl. 12:00

Að eldast með reisn

Sigurður Arnarson skrifar
20. september 2023 | kl. 12:12

Hús dagsins: Litli-Hvammur

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. september 2023 | kl. 08:25

Litla gula hænan

Sigurður Ingólfsson skrifar
17. september 2023 | kl. 12:30

Heimur nöldurs og væls

Jón Óðinn Waage skrifar
15. september 2023 | kl. 15:30

Hvað vitum við fyrir víst um hrafnþyrni?

Sigurður Arnarson skrifar
14. september 2023 | kl. 10:45