Fara í efni
Pistlar

Leynimakk í dúkkuhúsi

EYRARPÚKINN - 51

Í bílskúr Sigtryggs rafvirkja fundum við dollu með ógreinilegri áletrun á snjáðum miða og læstum að okkur í dúkkuhúsinu gula.
 
Þar nudduðum við leynifélagar glærum vökva í svörðinn samkvæmt ráðum Stebba sem lesið hafði aftan á dósina.
 
En stundum fer á annan veg en ætlað er því hárið varð eins og apótekaralakkrís og stóð sem strý í allar áttir.
 
Hvað mundu foreldrar okkar segja? Yrðum við nokkurn tíma samir aftur?
 
Nonni Magg fór næstum að kjökra.
 
Við höfðum att  honum í þessa vitleysu, hann var hættur í leynifélaginu Svarta örin.
 
Sögðum við Jóni að hætta öllu kellingarvæli og náði Stebbi í fat með heitu vatni og grænsápu í þvottahúsið.
 
Spöruðum við síst sápuna en kom fyrir ekki og litum við út eins og villimenn á ströndum Nýju-Gíneu eða negrarnir í Kongó.
 
Móðir mín reyndi að ná herðinum úr með sjampói og gékk lítið betur en pabbi þusaði um fáráðlingaháttinn og snoddaði mig berskjaldaðri en nokkru sinni fyrr.
 

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Leynimakk í dúkkuhúsi er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Gulrótnastuldurinn

Jóhann Árelíuz skrifar
28. september 2025 | kl. 06:00

Framhleypnir og digurmæltir

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
27. september 2025 | kl. 06:00

Haust- og vetrarundirbúningur trjáa

Sigurður Arnarson skrifar
24. september 2025 | kl. 07:30

Í beinan kvenlegg

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
22. september 2025 | kl. 12:00

Skólataska

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. september 2025 | kl. 11:30

Blómabíllinn, Pissubíllinn

Jóhann Árelíuz skrifar
21. september 2025 | kl. 06:00