Fara í efni
Pistlar

Klæðast svörtu „til að sýna sorg okkar og reiði“

Þær sem voru við vinnu á Holtakoti í morgun. Frá vinstri: M.Fanney Egilsdóttir, Valborg S. Karlsdóttir, Dýrleif Skjóldal, Eydís Elva Guðmundsdóttir, Þorgerður Sævarsdóttir og Þorbjörg Nielsdóttir.

Starfsfólk leikskólans Holtakots við Þverholt mætti svartklætt til vinnu í morgun eins og kennarar og aðrir starfsmenn skóla víða um land. „Við vorum dæmd úr verkfalli og til að opna leikskólann aftur í dag og mættum svartklædd, eins og kennarar um allt land, til að lýsa sorg okkar og reiði,“ segir Dýrleif Skjóldal, einn kennaranna á Holtakoti við Akureyri.net.

„Ég er ekki vön að vera svartklædd en fékk þessa hugmynd í gær og lét boð út ganga,“ segir Dýrleif. Tilefnið var úrskurður Félagsdóms þess efnis að verkfall kennara væri ólöglegt. „Mér finnst þetta sorgleg aðför að okkur sem manneskjum sem hafa rétt á því að fara í verkfall. Þetta er sorgardagur fyrir allt Kennarasambandið.“

Dýrleif kom hugmyndinni um svartan klæðnað á framfæri í pósti og í spjallhópum kennara á Facebook og bað fólk um að dreifa henni. Það hafi greinilega skilað sér því kennarar hafi mætt svartklæddir vil vinnu um allt land í morgun.

Samstöðuganga í kvöld

Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara á Austurvelli í kvöld þegar forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, flytur stefnuræðu sína og á Akureyri hefur verið boðað við samstöðugöngu frá Rósenborg niður á Ráðhústorg. 

„Í takt við samstöðufund á Austurvelli hefur verið tekin ákvörðun um að hafa samskonar fund hér þar sem kennarar, aðrir meðlimir KÍ og stuðningsmenn geta hist og rætt málin. Gengið verður frá Rósenborg og niður á ráðhústorg klukkan 19:00 og er fólk hvatt til að hafa með sér vasaljós, fána eða annað sem vekur athygli á göngunni og málstaðnum,“ segir í tilkynningu frá Félagi leikskólakennara á Norðurlandi eystra. „ Samningaviðræður hafa ekki gengið nægilega vel og því er mikilvægt að kennarar standi saman og sýni samstöðu sína í verki. Við hvetjum alla þá sem vilja sýna kennurum samhug að fjölmenna gönguna og taka þátt í þeim umræðum sem skapast,“ segir þar.

Bergfuran við Aðalstræti 44

Sigurður Arnarson skrifar
20. ágúst 2025 | kl. 23:00

Eyrarland, gamla íbúðarhúsið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
19. ágúst 2025 | kl. 10:00

Strandir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. ágúst 2025 | kl. 11:30

Í hita leiksins

Jóhann Árelíuz skrifar
17. ágúst 2025 | kl. 14:00

Steinvalan í öldugangi Öskjuvatns

Rakel Hinriksdóttir skrifar
17. ágúst 2025 | kl. 12:00

Gervisáli

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. ágúst 2025 | kl. 18:00