Fara í efni
Pistlar

Iðavöllur tilnefndur til menntaverðlaunanna

Leikskólinn Iðavöllur á Akureyri er á meðal þeirra sem hljóta tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna í ár. Skólinn er tilnefndur í flokki framúrskarandi menntastofnana fyrir ötult, fjölbreytt og faglegt þróunarstarf, frumkvæði og metnað. Þá er Hjördís Óladóttir, grunnskólakennari við Hrafnagilsskóla, tilnefnd fyrir skapandi og fjölbreytta kennsluhætti og námsumhverfi í byrjendakennslu.

Í umsögn sem fylgdi tilnefningu Iðavallar til verðlaunanna segir meðal annars: 

Þróunarstarf Iðavallar og sú hefð skólans að vinna í lærdómssamfélagi hefur orðið til þess að í skólanum ríkir fagmennska, virðing og góður skólabragur. Stjórnendur og starfsfólk skólans eiga skilið viðurkenningu fyrir frumkvæði og metnað til að gera sífellt betur, vilja til að aðlaga leikskólastarfið að þeim börnum og fjölskyldum sem sækja skólann hverju sinni og lausnamiðaðs viðhorfs í starfi. Einnig er vert að nefna framúrskarandi vinnu með tví- og fjöltyngdum börnum og fjölskyldum þeirra en skólinn hefur tekið á móti fjölda skóla víðsvegar af landinu og verið leiðandi þegar kemur að málörvun og samstarfi við fjölskyldur.

Allar tilnefningar - sjá hér.

Fjallað er um starfið á Iðavelli á vef Akureyrarbæjar, þar sem sagt er frá starfinu og þeirri leikskólastefnu sem unnið er eftir. Starfið í skólanum byggir á hugmyndafræði Reggio Emilia og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sérstök áhersla er lögð á barnmiðað nám þar sem börnin eru virk í eigin þekkingarleit í gegnum leik, sköpun og rannsóknir. Nánar má lesa um starfið á Iðavelli í frétt á vef Akureyrarbæjar.

Íslensku menntaverðlaunin verða afhent á Bessastöðum þann 4. nóbember, en auk þeirra verða einnig veitt sérstök hvatningarverðlaun. Þá verður á dagskrá Ríkisútvarpsins þann 5. nóvember þáttur um verðlaunaveitinguna, tilnefningarnar og verðlaunahafana. Að Íslensku menntaverðlaununum standa fjórtán aðilar undir forystu forsetaembættisins. 

ʻŌhiʻa Lehua

Sigurður Arnarson skrifar
21. janúar 2026 | kl. 10:00

Vökustaurar

Jóhann Árelíuz skrifar
18. janúar 2026 | kl. 06:00

Runnkennt elri til landgræðslu - Seinni hluti: Tegundir

Sigurður Arnarson skrifar
14. janúar 2026 | kl. 09:45

Hreyfing – þegar gæði skipta meira máli en magn

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Þekking

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 09:45

Lausnin 7/7

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. janúar 2026 | kl. 06:00