Fara í efni
Pistlar

Kirkjan í Grímsey ónýt eftir eldsvoða

Grímseyjarkirkja í ljósum logum í kvöld. Myndin birtist á mbl.is

Eldur kom upp í Miðgarðakirkju í Grímsey í kvöld og er hún gjörónýt skv. upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri. Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, greindi fyrst frá. Ekkert er vitað um eldsupptök. Kirkjan er úr timbri og slökkviliðið í Grímsey fékk ekki við neitt ráðið.

Miðgarður er nyrsti kirkjustaður á Íslandi. Kirkjan var byggð árið 1867 úr rekaviði, að því er segir á heimasíðu Akureyrarbæjar. „Kirkjan stóð þá nær Miðgarðabænum en var færð um lengd sína árið 1932 vegna eldhættu og um leið var byggður við hana kór og forkirkja með turni. Gagngerar endurbætur á kirkjunni fóru fram 1956 og hún var endurvígð.“

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði þjóðminjalaga.

Miðgarðakirkja alelda. Ljósmynd: Karen Nótt Halldórsdóttir.

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15

Kanínuholan sem ekki er hægt að klípa sig frá

Rakel Hinriksdóttir skrifar
24. apríl 2024 | kl. 06:00

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00