Fara í efni
Pistlar

Kirkjan í Grímsey ónýt eftir eldsvoða

Grímseyjarkirkja í ljósum logum í kvöld. Myndin birtist á mbl.is
Grímseyjarkirkja í ljósum logum í kvöld. Myndin birtist á mbl.is

Eldur kom upp í Miðgarðakirkju í Grímsey í kvöld og er hún gjörónýt skv. upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri. Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, greindi fyrst frá. Ekkert er vitað um eldsupptök. Kirkjan er úr timbri og slökkviliðið í Grímsey fékk ekki við neitt ráðið.

Miðgarður er nyrsti kirkjustaður á Íslandi. Kirkjan var byggð árið 1867 úr rekaviði, að því er segir á heimasíðu Akureyrarbæjar. „Kirkjan stóð þá nær Miðgarðabænum en var færð um lengd sína árið 1932 vegna eldhættu og um leið var byggður við hana kór og forkirkja með turni. Gagngerar endurbætur á kirkjunni fóru fram 1956 og hún var endurvígð.“

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði þjóðminjalaga.

Miðgarðakirkja alelda. Ljósmynd: Karen Nótt Halldórsdóttir.

 

Seigla er orð ársins

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 11:50

Að nota fjölmiðla eða vera notaður af þeim?

Sigurður Kristinsson skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 12:00

Að þegja er eiginleiki sem hvarf

Jón Óðinn Waage skrifar
08. desember 2020 | kl. 07:00

Framtakssemin og einkaframtakið

Jóna Jónsdóttir skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Tryggvi Gíslason skrifar
15. nóvember 2020 | kl. 10:00

Sú mikla kúnst að æsa fólk upp

Jón Óðinn Waage skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00