Fara í efni
Pistlar

Kirkjan í Grímsey ónýt eftir eldsvoða

Grímseyjarkirkja í ljósum logum í kvöld. Myndin birtist á mbl.is

Eldur kom upp í Miðgarðakirkju í Grímsey í kvöld og er hún gjörónýt skv. upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri. Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, greindi fyrst frá. Ekkert er vitað um eldsupptök. Kirkjan er úr timbri og slökkviliðið í Grímsey fékk ekki við neitt ráðið.

Miðgarður er nyrsti kirkjustaður á Íslandi. Kirkjan var byggð árið 1867 úr rekaviði, að því er segir á heimasíðu Akureyrarbæjar. „Kirkjan stóð þá nær Miðgarðabænum en var færð um lengd sína árið 1932 vegna eldhættu og um leið var byggður við hana kór og forkirkja með turni. Gagngerar endurbætur á kirkjunni fóru fram 1956 og hún var endurvígð.“

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði þjóðminjalaga.

Miðgarðakirkja alelda. Ljósmynd: Karen Nótt Halldórsdóttir.

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

Halldóra Margrét Pálsdóttir skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig“

Sveinn Brimar Jónsson skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

Skaðvaldar á birki

Sigurður Arnarson skrifar
25. júní 2025 | kl. 09:30