Fara í efni
Pistlar

Jólin í eldgamla daga – Sif Sævarsdóttir

JÓLIN Í ELDGAMLA DAGASif Sævarsdóttir,10. bekk Lundarskóla skrifar

Ég spurði foreldra mína sem eru fædd 1974 og eru 51 árs hvernig jólin voru þegar þau voru lítil. Þau sögðu mér að þau væru ekkert ólík því sem þau eru í dag. Fyrir jólin skáru þau bæði laufabrauð með fjölskyldum sínum og þá kom jólastemningin. Þau skreyttu bæði jólatréið á Þorláksmessu og fóru svo í bæinn þar sem þau fengu oftast kakó og eitthvað gotterí. Þegar þau vöknuðu á aðfangadag var allt orðið hreint og fínt. Þau fengu oftast spil eða eitthvað slíkt í skóinn á aðfangadag til að stytta biðina eftir jólunum. Þau horfðu á jólamyndir sem voru í sjónvarpinu en þá var ekki hægt að ýta á pásu ef maður þurfti á klósettið. Í hádeginu fékk pabbi möndlugraut en hjá mömmu var mandlan í frómas sem var í eftirrétt eftir aðalréttinn. Um kaffileytið þá keyrðu þau út gjafirnar til fjölskyldunnar. Hjá pabba var hamborgarhryggur en hjá mömmu voru rjúpur. Hjá báðum foreldrum mínum var alltaf allt vaskað upp áður en þau máttu fara að opna pakkana og það var oft mjög erfitt með alla pakkana fyrir framan sig.

Þegar foreldrar mínir byrjuðu að búa saman þá var sumt sem var erfitt að ná samkomulagi um varðandi jólasiði okkar fjölskyldu, eins og hvort það ætti að vera hvít eða marglit jólasería á jólatréinu eða hvort það ætti að vera sykur á laufabrauðinu eða ekki. Þau tóku þá siði sem þeim þótti vænt um og breyttu öðrum eins og til dæmis að það má borða smákökurnar á aðventunni en þurfti ekki að bíða til jóla, það má spila á jóladag heima hjá mér og það þarf ekki að vaska allt upp áður en við megum opna pakkana. Þeir siðir sem þau héldu í er t.d. að hlusta á kirkjuklukkuna slá inn jólin um sex þó svo að maturinn megi alveg vera einhverjum mín. fyrr eða seinna. Jóladagur og nýársdagur eru rólegir dagar þar sem allir fá að vera í náttfötum og slaka vel á. Við spilum mikið og horfum á skemmtilegar myndir ásamt því að borða eitthvað gott. Jólin voru hjá þeim góður og notalegur tími sem þau vilja upplifa í dag með sínum börnum.

Jólahefðirnar mínar – Róbert Darri

28. desember 2025 | kl. 19:00

Jólin í eldgamla daga – Haukur Ingi

28. desember 2025 | kl. 19:00

Hús dagsins: Aðalstræti 4; Gamla apótekið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
28. desember 2025 | kl. 12:00

Heimsókn Ingólfs frænda 1961

Jóhann Árelíuz skrifar
28. desember 2025 | kl. 06:00

Jólin í eldgamla daga – Ásta Ninna

27. desember 2025 | kl. 16:00