Jólin í eldgamla daga – Haukur Ingi
JÓLIN Í ELDGAMLA DAGAHaukur Ingi Elsuson,10. bekk Lundarskóla skrifar
Mamma segist ekki hafa verið uppi í eldgamla daga og er sármóðguð kornung konan. Þegar móðir mín var ung, fyrir nokkuð hundruð árum, þá voru jólin allt öðruvísi en þau eru í dag. Til dæmis var amma algjör vinnualki, eyddi degi og nótt í að sauma jólaföt á alla níu dríslana sína. Svo bakaði hún svo mikið af smákökum að hægt hefði verið að fæða allt Ísland í margar vikur. Kökurnar voru geymdar eins og gull inni í búri fram að jólum. Svo var allt þrifið hátt og lágt, jafnvel málað og mikið skreytt. Mamma er alin upp í sveit og þegar hún var unglingur var hún oft í fjósinu að mjólka kýrnar klukkan 18:00 þegar jólin voru hringd inn. Mamma segist ekki hafa tekið neinar sérstakar hefðir með sér frá steinöldinni nema laufabrauðsgerð og jólaísinn. Henni finnst jólin allt öðruvísi núna en þegar hún var krakki og umhverfi og áherslur ólíkar. Jólin núna eru mun afslappaðari en þau voru þegar móðir mín var ung.

Móðir Hauks Inga. Myndin er tekin 1990.
Jólahefðirnar mínar – Róbert Darri
Jólin í eldgamla daga – Sif Sævarsdóttir
Hús dagsins: Aðalstræti 4; Gamla apótekið
Heimsókn Ingólfs frænda 1961