Jólahefðirnar mínar – Herdís Elfarsdóttir
28. desember 2025 | kl. 19:00
JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR
Róbert Darri Hafþórsson,
9. bekk Lundarskóla skrifar
Við fjölskyldan erum varla með einhverjar jólahefðir en við erum með einhverjar.
Alltaf um jólin byrjum við að fara til ömmu í möndlugraut, ég er ekki mikið fyrir möndlugraut en ef það er vinningur þá er ég klár. Ég er búinn að vinna svolítið oft það er af því ég er mjög góður að svindla þannig núna þarf ég að vera inní bílskúr þegar það er verið að setja möndluna ofan í grautinn. Þegar við erum búinn að borða þá fara allir í kirkjugarðinn að heilsa upp á ömmu og afa og svo fara allir heim. Yngstur fær alltaf að opna eina gjöf fyrir mat og svo þegar allir eru búnir að borða þá opnum við pakkana og horfum á mynd.
