Fara í efni
Pistlar

Jólahefðirnar mínar – Herdís Elfarsdóttir

JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR
Herdís Elfarsdóttir,
9. bekk Lundarskóla skrifar

Jólahefðirnar mínar eru ekki margar. Sumar jólahefðirnar mínar höfum við ekki tíma til að gera og sumar gerum við annað hvert ár. Á aðfangadag förum ég og fjölskyldan mín í sund og græjum svo mat. Fyrir aðfangadag gerum við margt t.d. förum í sveitina mína og gerum laufabrauð með ömmu og afa, við bökum mikið eins og smákökur, lakkrístoppa og svo skreytum við líka piparkökur og piparkökuhús. Ég fer líka með fjölskyldunni í möndlugraut hjá systur ömmu.

Það gerist stundum að fyrir jól förum við með pabba fjölskyldu í Bosseln. Bosseln virkar þannig að það er skipt í tvö lið. Hver aðili fær númer og fær bolta til að kasta lengra en sama númer og er í hinu liðinu. Þessi leikur er haldinn úti, tekur tíma og er með flóknar reglur. Svo hef ég aðra jólahefðir eins og að skreyta bæði tréð og húsið mitt.

Jólahefðirnar mínar – Róbert Darri

28. desember 2025 | kl. 19:00

Jólin í eldgamla daga – Haukur Ingi

28. desember 2025 | kl. 19:00

Hús dagsins: Aðalstræti 4; Gamla apótekið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
28. desember 2025 | kl. 12:00

Heimsókn Ingólfs frænda 1961

Jóhann Árelíuz skrifar
28. desember 2025 | kl. 06:00

Jólin í eldgamla daga – Ásta Ninna

27. desember 2025 | kl. 16:00