Jólahefðirnar mínar – Fanney Mjöll
JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR
Fanney Mjöll Jónsdóttir,
9. bekk Lundarskóla skrifar
Um jólin erum við mikið með móður fjölskyldunni minni. Fyrir jól hittumst við fjölskyldan hjá ömmu og afa og gerum laufabrauð sem amma felur svo því annars borða það allir. Á Þorláksmessu förum við síðan til ömmu og afa og skreytum tréð og þá megum við fá laufabrauðið heim með okkur. Aðfangadagur er farið snemma til ömmu og afa því jólasveinarnir koma með gjafir og söng. Síðan er borðað möndlugraut og í eftirrétt er grjónakakan hans afa sem er ættar leyndarmál fjölskyldunnar frá lang lang ömmu minni. Það er hægt að borða hana með sultu og rjóma. Svo er farið í pakkaleik sem er rosa skemmtilegt og keppnisfullt. Eftir pakkaleikinn er byrjað að elda og slakað á. Svo um fjögur leitið er farið upp í kirkjugarð og sett kerti og blóm hjá langömmu og afa. Svo er farið heim í spariföt og sest við borðið og hlustað á messuna. Það er alltaf hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, brún sósa og grænar eða gular baunir. Eftir matinn erum við með reglu að það þarf að ganga frá eldhúsinu og matnum áður en er farið í pakkana. Eftir það er farið inn í stofu og afi les oftast á pakkana og það má enginn kíkja á miðana nema hann. Um kvöldið er slakað á og spilað, spjalað eða bara horft á jólamyndir langt fram eftir nóttu og flestir fara heim en sumir gista hjá ömmu og afa.

Jólin í eldgamla daga – Helga Þórunn
Jólin í eldgamla daga – Friðrika Sif
Jólahefðirnar mínar – Herdís Elfarsdóttir
Jólahefðirnar mínar – Róbert Darri