Fara í efni
Pistlar

Gerum daginn girnilegan

Þetta girnilega asíska rækjusalat er á meðal réttanna fimm sem verða í boði á Fiskideginum mikla í næsta mánuði. Mynd: gerumdaginngirnilegan.is

Fiskidagurinn mikli verður tvítugur í næsta mánuði, en Dalvíkingar bjóða nú aftur heim eftir þriggja ára hlé sem varð á viðburðinum vegna heimsfaraldursins og eftirkasta hans.

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli fer fram í Dalvíkurbyggð helgina eftir verslunarmannahelgi eða 11.-13. ágúst. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir aðilar í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti á laugardeginum.

Matseðillinn breytist frá ári til árs en réttirnir sem boðið er upp á eru þekktir fyrir að vera sér í lagi gómsætir. Höfundur flestra réttanna er matreiðslumaðurinn Friðrik V. Hraunfjörð, betur þekktur sem Friðrik fimmti. Í ár voru fimm af réttunum unnir í samstarfi við uppskriftavefinn Gerum daginn girnilegan og er nú hægt að nálgast þar uppskriftir og myndbönd af fimm ljúffengum réttum sem verða í boði á Fiskideginum mikla í ár.

Hvernig væri ásýnd Akureyrar án stóru trjánna?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
14. júlí 2025 | kl. 16:30

Ólæst

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. júlí 2025 | kl. 11:30

Útí dokk

Jóhann Árelíuz skrifar
13. júlí 2025 | kl. 06:00

Pabbi minn, hvers vegna keyptirðu leigubíl?

Orri Páll Ormarsson skrifar
11. júlí 2025 | kl. 13:00

Stari

Sigurður Arnarson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 09:45

Hús dagsins: Smíðahúsið á Skipalóni

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 06:00