Fara í efni
Pistlar

Mikill fiskur og mikið fjör á Dalvík

Margmenni var á Dalvík á Fiskisúpukvöldinu í gær. Ljósmyndir: Viktor Freyr

Fiskidagurinn mikli er haldinn á Dalvík í dag í 20. skipti. Hátíðahöldin hafa staðið síðan um miðja viku, Fiskisúpukvöldið var í gærkvöldi en aðal dagur þessarar miklu fjölskylduhátíðar er jafnan laugardagurinn.

Mikið hefur verið um að vera í bænum í dag, meðal annars var boðið upp á ógrynni af mat eins og hefð er fyrir, ýmislegt var til skemmtunar hér og þar um bæinn og klukkan 21.45 í kvöld hefjast Fiskidagstónleikarnir á hafnarsvæðinu. Þar verður mikið um dýrðir eins og venjulega; Dalvíkingarnir landskunnu, Eyþór Ingi Gunnlaugssyni,  Friðrik Ómar og Matthías Matthíasson, verða fremstir í flokki en gestasöngvarar mæta einnig til leiks, svo og hljómsveit Rigg viðburða, raddsveit og dansarar.

Eins og venjulega verður flugeldasýning að tónleikunum loknum. Hún hefst laust fyrir miðnætti og heyrst hefur að sýningin verði óvenjulega glæsileg að þessu sinni í tilefni 20 ára afmælisins.

Viktor Freyr Arnarson hefur verið á ferð með myndavélina á Dalvík og sendi Akureyri.net þessar skemmtilegu myndir frá því í gærkvöldi.

Jólin í eldgamla daga – Magni Rafn

26. desember 2025 | kl. 15:00

Jólahefðirnar mínar – Andrea Pála

26. desember 2025 | kl. 15:00

Jólin í eldgamla daga – París Hólm

26. desember 2025 | kl. 15:00

Jólahefðirnar mínar – Björn Elvar

26. desember 2025 | kl. 15:00

Litasjónvarp, gelgjubókmenntir og ægileg hlussa

Orri Páll Ormarsson skrifar
26. desember 2025 | kl. 14:00

Jólin í eldgamla daga – Anna Lilja

25. desember 2025 | kl. 06:30