Fara í efni
Pistlar

GA-sveitirnar enduðu báðar í 4. sæti

Andrea Ýr Ásmundsdóttir fór fyrir kvennaliði GA á Íslandsmótinu og sigraði í öllum sínum viðureignum. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Keppni lauk í dag í 1. deild á Íslandsmóti golfklúbba, þar sem Golfklúbbur Akureyrar átti sveit í bæði kvenna- og karlaflokki. Báðar sveitir léku um bronsverðlaunin í dag en töpuðu gegn andstæðingum sínum með fjórum vinningum gegn einum. Engu að síður er fjórða sætið frábær árangur hjá kylfingunum okkar og kvennasveitin var reyndar hársbreidd frá því að komast í sjálfan úrslitaleikinn.

Kvennasveitin lék gegn Íslandsmeisturum síðustu þriggja ára, sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar, í viðureigninni um bronsið. Þessar sveitir áttust reyndar líka við í 1. umferð riðlakeppninnar og þar hafði GA sigur. Að þessu sinni féll sigurinn þeim mosfellsku í skaut og aðeins Andrea Ýr Ásmundsdóttir náði að hala inn vinning. Hún vann sína viðureign í tvímenningi, eins og raunar í öllum umferðum mótsins. Þær Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Björk Hannesdóttir og Lilja Maren Jónsdóttir töpuðu sínum tvímenningsleikjum og Arna Rún Oddsdóttir og Kara Líf Antonsdóttir biðu lægri hlut í fjórmenningsviðureigninni. Lokatölur 4:1 GM í vil.

Karlarnir léku gegn sveit Golfklúbbsins Keilis í sinni viðureign um bronsið. Þeir byrjuðu vel og voru snemma komnir yfir í fjórum viðureignum. Taflið snerist þeim hins vegar þeim í óhag eftir því sem leið á og fjórar viðureignir töpuðust. Aðeins Veigar Heiðarsson náði í vinning en hann vann sinn tvímenningsleik. Tumi Hrafn Kúld og Valur Snær Guðmundsson töpuðu sínum tvímenningsleikjum og fjórmenningsleikirnir töpuðust báðir. Annars vegar hjá Eyþóri Hrafnari Ketilssyni og Víði Steinari Tómassyni og hins vegar hjá Mikael Mána Sigurðssyni og Óskari Páli Valssyni. Lokatölur 4:1 GK í vil.

Í kvennaflokki hampaði lið Golfklúbbsins Keilis Íslandsmeistaratitlinum, eftir 3:2 sigur á sveit Golfklúbbs Reykjavíkur. GA tapaði einmitt í bráðabana fyrir GK í undanúrslitunum. Hjá körlunum varð sveit Golfklúbbs Reykjavíkur Íslandsmeistari, eftir 3:2 sigur á sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaviðureigninni.

Þessi þjóð er á tali

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
02. ágúst 2025 | kl. 06:00

Ótilhlýðileg framkoma í eitruðu starfsumhverfi

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. ágúst 2025 | kl. 09:30

Einkennisbarrtré suðurhvelsins

Sigurður Arnarson skrifar
30. júlí 2025 | kl. 09:00

Atlavík

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. júlí 2025 | kl. 11:30

Timburmenn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00

Sumarfrí

Jóhann Árelíuz skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00