Fara í efni
Pistlar

Frábær árangur Veigars í Dallas

Veigar Heiðarsson lék frábærlega á öðrum degi mótsins í Dallas. Mynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Veigar Heiðarsson lék fantavel á seinni hringnum á sterkasta ungmennamóti heims í golfi - US Junior Amateur Championship. Veigar lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari vallarins. Hann fékk fimm fugla (eitt högg undir pari) á hringnum og þrjá skolla (eitt högg yfir pari) og síðasti skollinn kom á níundu holunni, sem var síðasta hola dagsins hjá Veigari. 

Samtals lék Veigar hringina tvo á fjórum höggum yfir pari og eftir nokkrar sviptingar hjá öðrum keppendum endaði Veigar jafn öðrum í 65. sæti. Efstu 64 kylfingarnir fara áfram í mótinu og leika holukeppni næstu daga og Veigar var því aðeins hársbreidd frá því að komast í þann hóp.

Undir lokin stefndi í að Veigar og 15 aðrir keppendur yrðu jafnir í 64. sæti á fjórum höggum yfir pari og myndu þurfa að leika bráðabana um hver þeirra færi áfram en einn þeirra náði að næla sér í fugl á næstsíðustu holunni og komst þannig framúr hinum. Þeir sem voru á fjórum höggum yfir pari sátu því eftir með sárt ennið og deildu 65. sæti. Sannarlega svekkjandi fyrir okkar mann!

Eins og fram kom í frétt akureyri.net er þetta mót sterkasta ungmennamót heims og Veigar er fyrsti Íslendingurinn til að öðlast þátttökurétt í því. Mörg þúsund ungir kylfingar reyna ár hvert að komast í mótið en 264 sæti eru í boði. Árangur Veigars í þessu móti er ekkert minna en stórkostlegur og hann er búinn að skipa sér í hóp allra bestu kylfinga heims í sínum aldursflokki.

Stöðuna í mótinu má sjá hér.

Í GÆR – VEIGAR Á STERKASTA UNGMENNAMÓTI HEIMS

Þessi þjóð er á tali

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
02. ágúst 2025 | kl. 06:00

Ótilhlýðileg framkoma í eitruðu starfsumhverfi

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. ágúst 2025 | kl. 09:30

Einkennisbarrtré suðurhvelsins

Sigurður Arnarson skrifar
30. júlí 2025 | kl. 09:00

Atlavík

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. júlí 2025 | kl. 11:30

Timburmenn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00

Sumarfrí

Jóhann Árelíuz skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00