Fara í efni
Pistlar

Fjórði leikur Þórs og Vals í kvöld

Esther Fokke var mætt aftur til leiks með Þórsliðinu í síðasta leik og sýndi sig hve mikilvæg hún er liðinu. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Fjórði leikurinn í einvígi Þórs og Vals í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik, Bónusdeildarinnar, fer fram á heimavelli Vals að Hlíðarenda í kvöld. Þórsliðið er enn í þeirri stöðu að annaðhvort er að sigra eða fara í sumarfrí. Eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu vann Þór þriðja leik liðanna sem fram fór á Akureyri í vikunni. 

  • Bónusdeild kvenna í körfuknattleik – átta liða úrslit – leikur 4
    Valsheimilið að Hlíðarenda kl. 19:00
    Valur - Þór

Úrslit leikjanna hingað til í einvíginu:

  • Þór - Valur 86-92
  • Valur - Þór 102-75
  • Þór - Valur 72-60

Fari svo að Valur vinni í kvöld er Þórsliðið úr leik, en Valur fer áfram í undanúrslit. Ef Þór vinnur í kvöld verður oddaleikur í Íþróttahöllinni á Akureyri miðvikudagin 16. apríl.

Einkennisbarrtré suðurhvelsins

Sigurður Arnarson skrifar
30. júlí 2025 | kl. 09:00

Atlavík

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. júlí 2025 | kl. 11:30

Timburmenn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00

Sumarfrí

Jóhann Árelíuz skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00

Þessi þjóð er farin í hundana

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. júlí 2025 | kl. 06:00

Reikningur vegna látins manns

Orri Páll Ormarsson skrifar
25. júlí 2025 | kl. 09:00