Fara í efni
Pistlar

Fjórar frá Þór/KA valdar í A- og U23-landsliðin

Sandra María Jessen er í landsliðshópi Íslands fyrir tvo leiki í undankeppni EM 2025 sem spilaðir verða í lok maí og byrjun júní. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir hafa allar verið valdar í landsliðshóp U23 fyrir æfingar í júní.

Þorsteinn H. Halldórsson hefur valið A-landsliðshópinn  fyrir næstu verkefni og var hópurinn tilkynntur í hádeginu í dag. Báðir leikir A-landsliðsins eru gegn Austurríki, sá fyrri í Austurríki föstudaginn 31. maí og sá síðari á Laugardalsvelli þriðjudaginn 4. júní. Sandra María Jessen er að sjálfsögðu áfram í landsliðshópnum enda spilað afar vel undanfarið og er langmarkahæst í Bestu deildinni eftir fimm umferðir. 

Þá hefur Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U23 kvenna, valið hóp sem tekur þátt í æfingum 28.-31. maí og mun liðið jafnframt leika æfingaleik við Þrótt, en æfingarnar fara fram á heimavelli Þróttar. Þar á Þór/KA þrjá fulltrúa, Ísfold Marý Sigtryggsdóttur, Karen Maríu Sigurgeirsdóttur og Kimberley Dóru Hjálmarsdóttur.

Regnbogagífur og börkur gífurtrjáa

Sigurður Arnarson skrifar
19. júní 2024 | kl. 11:00

Samtalsráðgjöf við spunagreind, leiðbeiningar fyrir mannfólk

Magnús Smári Smárason skrifar
18. júní 2024 | kl. 12:00

Stillansar

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
17. júní 2024 | kl. 11:30

Maðurinn sem aldrei svaf

Orri Páll Ormarsson skrifar
14. júní 2024 | kl. 20:00

Sumarfrí mikilvæg heilsubót

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
12. júní 2024 | kl. 14:00

Fágætur heggur: Næfurheggur

Sigurður Arnarson skrifar
12. júní 2024 | kl. 10:00