Fara í efni
Pistlar

Bólusetning 12 til 15 ára hefst í næstu viku

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að gefa börnum á aldrinum 12 til 15 ára kost á bólusetningu við Covid-19 með það að markmiði að veita þeim vörn gegn sjúkdómnum.

Bólusetning hefst í næstu viku. Nánari verða upplýsingar verða birtar þar að lútandi á morgun, skv. upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í dag. Foreldri eða forráðamaður mun þurfa að mæta með barni í bólusetningu.

Bólusett verður með bóluefni Pfizer þar sem meiri reynsla er fyrirliggjandi um bólusetningar þessa aldurshóps með því efni en bóluefni Moderna sem einnig hefur fengið markaðsleyfi til notkunar fyrir börn á þessum aldri.

Ef allir þiggja boð um bólusetningu þarf um 35.000 bóluefnaskammta til að fullbólusetja allan aldurshópinn. Miðað við birgðir af Pfizer og afhendingaráætlanir á næstu vikum ætti að vera unnt að ljúka bólusetningu hópsins með síðari bólusetningu um miðjan september.

Núvitund á mannamáli

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
04. nóvember 2025 | kl. 10:00

Á Miðhúsum

Jóhann Árelíuz skrifar
02. nóvember 2025 | kl. 06:00

Losnaði aldrei við höfuðverkinn

Orri Páll Ormarsson skrifar
31. október 2025 | kl. 18:00

Vorboðinn ljúfi

Sigurður Arnarson skrifar
29. október 2025 | kl. 09:30

Tár

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
28. október 2025 | kl. 11:00

Hús dagsins: Aðalstræti 2

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
26. október 2025 | kl. 22:00