Fara í efni
Pistlar

Bæjarfulltrúar prófa að fara um í hjólastólum

Evrópska samgönguvikan fer fram dagana 16.–22. september 2025, og Akureyrarbær tekur þátt að venju. Á hverju ári hefur samgönguvikan eitthvert þema - sem að þessu sinni er Samgöngur fyrir öll, og áherslan er lögð á að skapa aðgengilegt og öruggt samfélag fyrir alla – óháð hreyfigetu.

Í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ segir að aðalviðburður vikunnar verði svokallað „Aðgengisstroll“, haldið í samstarfi við Sjálfsbjörg á Akureyri og Virk efri ár, miðvikudaginn 17. september kl. 16.30. Farið verður frá Lystigarðinum að bílaplaninu við Íþróttahöllina, um 400 metra leið. Strollinu lýkur á planinu við Íþróttahöllina, þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og samtal um upplifun þátttakenda.

Einnig verður strætisvagn til sýnis með tilliti til aðgengis, auk þess sem gestum gefst tækifæri á að prófa að fara yfir minni hindranir í hjólastól, undir leiðsögn Sjálfsbjargar. Álíka stroll var haldið í Reykjavík í sumar, þar sem sex félög, CP, GIGT, MND, MS, SEM og SJÁLFSBJÖRG stóðu fyrir vitundavakningu um aðgengismál.

 

Frá Aðgengisstrollinu í Reykjavík í sumar. Mynd af vef ÖBÍ.

Vitundarvakning fyrst og fremst

Aðgengisstrollið miðar að því að vekja athygli á aðgengismálum og mikilvægi þess að allir geti farið leiðar sinnar á öruggan og sjálfstæðan hátt. Búist er við að mörg sem nota hjálpartæki taki þátt – og við hvetjum einnig alla aðra til að fara leiðina með okkur. Bæjarfulltrúar munu fara leiðina í hjólastól sem Sjálfsbjörg útvegar og öðlast þannig einstakt tækifæri til að öðlast innsýn í daglega reynslu fólks með skerta hreyfigetu.

Öll eru velkomin til að taka þátt og nota tækifærið til að eiga í beinu samtali við bæjarbúa um aðgengi og hindranir í nærumhverfinu, segir í frétt Akureyrarbæjar um viðburðinn.

Vorboðinn ljúfi

Sigurður Arnarson skrifar
29. október 2025 | kl. 09:30

Tár

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
28. október 2025 | kl. 11:00

Hús dagsins: Aðalstræti 2

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
26. október 2025 | kl. 22:00

Fram á rauðan morgun

Jóhann Árelíuz skrifar
26. október 2025 | kl. 06:00

Ég sagðist vera hætt að berjast ...

Urður Bergsdóttir skrifar
24. október 2025 | kl. 15:00

Er langt eftir?

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar
24. október 2025 | kl. 15:00