Fara í efni
Pistlar

Sögulegur stígur tekinn í notkun

Evrópska samgönguvikan

Nýr göngu- og hjólastígur við Hlíðarbraut var formlega vígður í gær, á Stóra hjóladeginum, sem er hluti af Evrópskri samgönguviku. Yfirskrift hennar að þessu sinni er Breyttar ferðavenjur og er markmiðið að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og fjölga þeim sem ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur.

Því þótt vel við hæfi að taka þennan sögulega stíg formlega í notkun því hann er sá fyrsti í bænum sem er tvískiptur; annars vegar er braut fyrir hjólandi, hins vegar fyrir gangandi og grasflöt á milli. Raunar er þetta fyrsti formlegi hjólastígur bæjarins. Áfram verður nú haldið við slíka stígagerð hér og þar um bæinn.

Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs, flutti stutta tölu og klippti á borða í tilefni dagsins. Síðan fór Rögnvaldur Már Helgason frá Hjólreiðafélagi Akureyrar fyrir hópi hjólandi fólks, norður Hlíðarbraut, austur Borgarbraut, niður að Glerártorgi og inn að Ráðhústorgi þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur og létta tónlist.

Arnold Arboretum

Sigurður Arnarson skrifar
03. september 2025 | kl. 09:00

50 kall

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:30

Legið í gottinu

Jóhann Árelíuz skrifar
31. ágúst 2025 | kl. 06:00

Björgum heilsunni hið snarasta

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
30. ágúst 2025 | kl. 06:00

Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt

Sigurður Arnarson skrifar
27. ágúst 2025 | kl. 08:00

Númer

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 11:30