Fara í efni
Pistlar

Álfar og huldufólk

EYRARPÚKINN - 60

Þegar ég rúllaði þvott fyrir mömmu í miðstöðvarkompunni sagði hún mér af álfum og huldufólki.
 
Huldufólk kom til manns í draumi og varaði við yfirvofandi slysum og hættum ef leggja átti veg um aðsetur þess eða hrófla við því með öðrum hætti.
 
Mér birtist huldufólkið hálfgagnsætt með blýantsgráar útlínur en álfarnir krýndir norðurljósaljóma, ekki síst álfameyjarnar sem tipluðu um skarann á ballettskóm með stjörnustafi og komu þó aldrei við hjarnið.
 
Ef skæri hurfu í Eyrarvegi hafði huldufólkið tekið þau en álfarnir sáu um pappír og penna. Skipti engu hvað hvarf, þar voru álfar og huldufólk að verki og skilaði sér.
 
Ég tók rokur við rulluna en mamma bað mig að snúa henni hægar og jafnar svo þvotturinn hreini yrði mýkri og sléttari.
 
Svo teygðum við á lökum og sængurverum í holinu og mér flaug í hug Lítill, Trítill og fuglarnir sem týndu upp allt fiðrið úr sæng tröllskessunnar til að bjarga lífi karlssonar.
 

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

    • Á sunnudögum síðustu misseri hefur akureyri.net birt kafla úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003. Álfar og huldufólk er kafli úr bókinni Sveskjur í sólarlaginu, síðari bók Jóhanns um Eyrarpúkann en þar segir einkum frá dvöl drengsins á æskuslóðum föður hans í Vopnafirði. Bókin kom út 2010.

Strandrauðviður

Sigurður Arnarson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 20:00

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þið kannist við jólaköttinn ...

Pétur Guðjónsson skrifar
22. nóvember 2025 | kl. 16:00

Um nöfn og flokkunarkerfi. Seinni hluti

Sigurður Arnarson skrifar
19. nóvember 2025 | kl. 12:00

Hreyfing hreyfingarinnar vegna

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 06:00

Djúpstæð augu sviðakjammanna

Jóhann Árelíuz skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00