Fara í efni
Pistlar

Ákall

Fræðsla til forvarna - XXXII

Vinsamlegast takið eftir!

Við gætum gert svo mikið betur.

Alvarleg áföll í bernsku geta haft svo djúpstæð áhrif á taugakerfið að efnaskipti heilans breytist varanlega. Þetta getur þá komið fram síðar sem trufluð hegðun, aflöguð viðbrögð við álagi og viðkvæmni fyrir að þróa með sér sjúklegan kvíða eða depurð. Varnir gegn geðveiki hafa hreinlega brostið. Þetta og svo fjölmargt fleira í þekkingarheimi geðlæknisfræðinnar kennir okkur að við ættum að leggja okkur fram um að bæta hag barna og setja í forgang að auðvelda ungum barnafjölskyldum lífið. Auðvitað er örðugt að koma í veg fyrir öll áföll en markvissar efnahagslegar og félagslegar aðgerðir í þjóðfélaginu geta haft bein áhrif á geðheilbrigði þjóðarinnar og minnkað þjáningu og kostnað. Nefna mætti sem dæmi: Lægri húsnæðisvextir gerðu foreldrum barnanna möguleika á að vinna minna og hafa meiri tíma með börnunum. Ekki er rétt að slaka á áfengisforvörnum því það rýrir hag fjölskyldunnar með lakari samskiptum og auknu heimilisofbeldi. Mikilvægt er að styrkja kennara í starfi sínu og auðvelda aðgengi barna og unglinga að geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki bara skoðun eins geðlæknis, heldur eru þetta þekktar staðreyndir, fundnar út í fjölmörgum rannsóknum víða um heim. Þekking sem er skynsamlegt og nauðsynlegt að við nýtum okkur.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Jävla Öxnabrekkan

Orri Páll Ormarsson skrifar
17. október 2025 | kl. 12:00

Skáldið Jónas Þorbjarnarson (1960-2012)

Arnar Már Arngrímsson skrifar
16. október 2025 | kl. 08:30

Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré

Sigurður Arnarson skrifar
15. október 2025 | kl. 10:00

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Við nennum ekki þessu uppeldi

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. október 2025 | kl. 06:00