Fara í efni
Pistlar

78 virk smit á Akureyri og 990 í sóttkví

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Covid smitum hefur fjölgað mikið á Norðurlandi eystra undanfarna daga, eins og áður hefur komið fram. Staðan er verst á Akureyri, skv. upplýsingum sem birtar voru í morgun, en þar eru nú 78 virk smit og 990 í sóttkví. Þá eru 5 virk smit á Húsavík og 223 í sóttkví sem hefur talsverð áhrif á allt samfélagið, segir á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

„Höfum við miklar áhyggjur af stöðunni og teljum nauðsynlegt að allir hugi að sinni stöðu og vegi og meti hvað hver geti gert til að stoppa þá útbreiðslu sem er í gangi í dag. Ljóst er að sá aldur sem hvað mest virðist smitast í dag eru börn og unglingar á grunnskólaaldri, þá sér í lagi sá aldur sem ekki er bólusettur,“ segir lögreglan.

„Aðgerðarstjórn LSNE vill því beina þeim tilmælum til þeirra sem hafa með æskulýðs- , íþrótta- og félagstarf að gera hjá börnum og unglingum á grunnskólaaldri að fresta viðburðum, fundum og æfingum fram yfir næstu helgi. Með því vonumst við til að ná það vel utan um þessa stöðu sem uppi er að þá verði hægt að mælast til þess að slík starfsemi komist aftur af stað. Í tengslum við þetta höfum við átt samtal við bæjar- og sveitarstjóra á Norðurlandi eystra sem telja að sama skapi nauðsynlegt að beina þessum tilmælum inn í okkar samfélag.

Þá hvetjum við foreldra til að huga vel að börnum sínum og fylgjast vel með fá þau einhver einkenni Covid og fara þá með þau í skimun.“

Staðan í morgun. Tafla sem birt er á Facebook síðu lögreglunnar:

 

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15

Kanínuholan sem ekki er hægt að klípa sig frá

Rakel Hinriksdóttir skrifar
24. apríl 2024 | kl. 06:00

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00