Kvennafrídagur á Akureyri – MYNDIR
Talið er að um 1500 manns hafa verið á baráttu- og samstöðufundi á Ráðhústorgi í gærmorgun, á Kvennafrídeginum. Þá voru 50 ár frá fyrsta Kvennafrídeginum á Íslandi, þeim sögulega degi, 24. október 1975, þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að undirstrika mikilvægi vinnuframlags kvenna og krefjast raunverulegs jafnréttis.
Akureyri.net fjallaði um Kvennafrídaginn í gær auk þess sem eitt og annað frá liðinni tíð var rifjað upp. Hlekkir á þá umfjöllun eru hér að neðan og hér má einnig sjá fallega myndasyrpu frá Ráðhústorgi í gærmorgun.
Er langt eftir? spyr dóttir mín í eftirsætinu
50 ár frá sögulegum fundi bæjarstjórnar
Börðust fyrir jafnrétti og ómenguðum Eyjafirði
Ég sagðist vera hætt að berjast ...
„Við eigum framtíðina – og hún á að vera jöfn“