„Þú ert svo heppin“
Þú ert svo heppin hvað hann er góður pabbi, var svarið þegar það barst til umræðu í mömmuhóp að faðir dætra okkar tekur virkan þátt í uppeldi þeirra.
Þú ert svo heppin með mann, sögðu vinkonur mínar þegar þátttaka maka í heimilisstörfum bar á góma. Ég er svo heppin að eiga maka sem tekur jafnan þátt í húsverkunum.
Þú ert svo heppin að hann tími að taka allt orlofið, sagði önnur móðir þegar við ræddum fæðingarorlof.
Þú er svo heppin að eiga svona þolinmóðan mann, var svarið þegar ég sagði frá því að ég væri í fullu námi með tvö börn á leikskólaaldri. Ég er svo heppin að eftir að hafa gengið með börnin okkar tvö og vera heima með þær þangað til þær komust í leikskóla, get ég núna gefið mér tíma til að mennta mig svo ég geti skapað fjölskyldunni okkar hærri tekjur í framtíðinni.
Ég bý vissulega við mörg forréttindi verandi hvít íslensk kona sem býr á Íslandi, en jöfn þátttaka maka í þeim verkefnum sem fylgja því að eiga heimili og fjölskyldu er ekki heppni. Viðhorf samfélagsins virðist leita ósjálfrátt í það far að þegar hlutskipti milli karla, kvenna og kvára eru nokkurn vegin jöfn, þá er það heppni. Misrétti er ennþá normið og ekki bara á vinnumarkaðnum.
Pistillinn er skrifaður í tilefni Kvennafrídags 2025.
Er langt eftir?
„Við eigum framtíðina – og hún á að vera jöfn“
Líffjölbreytileiki í skógum
Illkynja geðsjúkdómar