Bernskuheimili Ólafar frá Hlöðum er komið út

Bernskuheimilið mitt, eftir skáldið Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum er nú komið út á bók. Verkið birtist fyrst í Eimreiðinni árið 1906 og er talið fyrsta sjálfsævisögulega frásögn íslenskrar konu sem birtist á prenti.
„Frásögnin vakti mikla athygli á sínum tíma og þótti Ólöf mjög bersögli um hluti sem sértaklega konur áttu að þegja um,“ segir í tilkynningu frá útgefanda. „Ólöf fæddist og ólst upp á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu upp úr miðri 19. öld, lærði svo til ljósmóður og gerðist skáld, en bjó svo sérstæðu lífi ásamt eiginmanni á Hlöðum í Hörgárdal.“
Þórgunnur Oddsdóttir ritaði eftirmála um Ólöfu, líf hennar og verk, og aftast í bókinni er líka listi yfir ítarefni fyrir þau sem vilja vita meira um þessa óvenjulegu skáldkonu og manneskju. Kristín Þóra Kjartansdóttir ritstýrði og útgefandi er Flóra menningarhús í Sigurhæðum á Akureyri. Rakel Hinriksdóttir gerði kápu og setti upp fyrir prent, en prentun var í umsjón Prentsmiðjunnar á Akureyri. Útgáfan var styrkt af Menningar- og minningarsjóði kvenna sem er í umsjón Kvenréttindafélag Íslands, í tilefni af því að 50 ár eru frá Kvennafrídeginum. „Er það vel við hæfi því Ólöf ruddi sér sína eigin sérstæðu lífsleið og var líka mikil kvenréttindakona,“ segir í tilkynningunni.
Til að byrja með er að nálgast eintak af bókinni inn á www.pastel.is og í Sigurhæðum á Akureyri.