Fara í efni
Pistlar

Dagur læknisins

Dagurinn læknisins er nú haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Hér eru nokkrar línur um starf og hlutverk læknisins.

Starf læknisins er um margt merkilegt. Þekking þess er sótt í náttúrufræði og nútímaleg vísindi og hlutverkinu fylgja aldagamlar hefðir. Sá eða sú sem vill taka að sér þetta hlutverk að vera læknir þarf að læra margs konar fræði, tileinka sér vísindalega, gagnrýna hugsun og verða vel læs á virði og mátt nákvæmra og vandaðra upplýsinga sem fást með reynslu eða vísindalegum athugunum. Læknisstarfið er þjónustuhlutverk og til að ná góðum tökum á því þarf læknirinn að öðlast næmni til að eiga mannleg og uppbyggileg samskipti við fólkið sem leitar til hans.

Einn mikilvægur þáttur hlutverksins er að hugsa vel um eigin heilsu, hugsun, vit og hamingju. Bæði til að þola álag starfsins en einnig vegna þess, að skv. vísindalegum athugunum, nær hamingjusamur læknir mestum árangri í starfi sínu.

Það er óvenjulegt að læknirinn kemst ekki upp með að fara úr hlutverki sínu, er alltaf í karakter og það getur t.d. verið býsna snúið fyrir geðlækni á sjötugsaldri, sem starfaði á bráðamóttöku síðast fyrir þrjátíu árum, að vera kallaður upp fyrirvaralaust í farþegaflugi yfir Atlandshafinu, til að stjórna endurlífgun (ekki hafa áhyggjur því allt fór vel).

Til þess að sinna hlutverki sínu sem best þarf læknirinn að hafa góðar starfsaðstæður, nægilegan tíma til að geta sinnt hlutverki sínu á besta faglega máta og hæfileg tækifæri til hvíldar. Því miður eru aðstæður ekki alltaf þannig.

Það koma tímar þar sem álagið, vökurnar og þjáningar annarra ná til okkar sem erum í læknishlutverkinu en björtu stundirnar eru miklu fleiri og það er gaman að vera læknir.

Til hamingju með daginn.

Ólafur Þór Ævarson er geðlæknir

Strandrauðviður

Sigurður Arnarson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 20:00

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þið kannist við jólaköttinn ...

Pétur Guðjónsson skrifar
22. nóvember 2025 | kl. 16:00

Um nöfn og flokkunarkerfi. Seinni hluti

Sigurður Arnarson skrifar
19. nóvember 2025 | kl. 12:00

Hreyfing hreyfingarinnar vegna

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 06:00

Einmanaleiki

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00