Fara í efni
Pistlar

Bekkur Sigga Jó

EYRARPÚKINN - 6

Bekkurinn hans Sigga gamla Jó var býsna samstilltur.

Við hrósuðum happi að vera í skugganum af hinum framúrskarandi bekk Hólmfríðar Stefánsdóttur og var okkur ekki hampað um efni fram því sá var ekki háttur Sigurðar Jóhannessonar.

Frekar Með hægðinni hefst það og seiglunni og Kemur allt með kalda vatninu.

Sigldi B-ið lygnan sjó, laust við stress og stórar kröfur.

Sigldi lygnan sjó á milli A- og C-bekkjar sem aldrei var kallaður annað en Tossabekkurinn þó í C-inu væru lítið vitlausari einstaklingar innan um en í A og B.

Barnaskólaárin lifðu margir A-bekkjungar í þeirri trú að þeim væru alilr vegir færir útá bókstafinn fremsta á meðan tossarnir í C-bekknum fengu yfirleitt að heyra hve lítið væri í þá spunnið og hvursu heimskir þeir væru.

Vorum við svosum ekki barnanna bestir með það strákarnir í B-inu.

Inní stofu leið Sigurður engin slík rök.

Var B-bekkurinn blanda af nokkrum sæmilegum nemendum og þaðan af verri og reyndu flestir eitthvað að standa sig undir strangri stjórn Sigurðar Jóhannessonar.

Hver er sinnar gæfu smiður sagði Siggi gamli og lamdi leiftursnöggt á fingur mér svo logsveið undan þegar ég seildist of langt eftir réttu svari á reikningsprófi.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Bekkur Sigga Jó er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Kattaraugun

Jóhann Árelíuz skrifar
18. maí 2025 | kl. 06:00

Ofvirkir unglingar að æpa á róandi?

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
17. maí 2025 | kl. 09:00

Hvernig koma á Skoda upp brekku

Orri Páll Ormarsson skrifar
16. maí 2025 | kl. 15:00

3+30+300

Sigurður Arnarson skrifar
14. maí 2025 | kl. 09:20

Export

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
12. maí 2025 | kl. 11:30

Hús dagsins: Aðalstræti 62

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 06:00