Fara í efni
Pistlar

Afbrot og geðheilsa

Það er hræðilegt þegar geðsjúkir fremja alvarleg afbrot. Fyrstu viðbrögð eru oft að spyrja: Af hverju var hann ekki lokaður inni? Þó mikilvægt sé að tryggja að nægilega góð úrræði séu til staðar fyrir þá sem eru hættulegir, þá er til önnur og ekki minna mikilvæg nálgun og hún er þessi:
 
Þeir sem fremja alvarlegustu glæpina eru oft einangraðir félagslega, hafa verið í neyslu og eru viti sínu fjær og ruglaðir í geðrofi þegar þeir fremja glæpinn. Slíkt ástand myndast ekki á nokkrum dögum heldur þróast á löngum tíma og mögulegt er að grípa inn í fyrr og jafnvel hindra ódæðið. Hér eru því mikil tækifæri til forvarna gegn alvarlegum geðsjúkdómum og til umbóta á þjónustu:
 
  • 1) Vanda má framboð á félagslegum stuðningi.
  • 2) bæta má forvarnir og aðgengi að meðferð gegn fíkn.
  • 3) Styrkja má eftirmeðferð og eftirlit þeirra sem eru að þróa með sér geðrofssjúkdóma því einkennin leyna sér ekki.
Flestir ef ekki allir sem þekkja félags- og geðþjónustukerfin myndu taka undir að alla þessa 3 þjónustuþætti mætti bæta. Líklegt er að fjármunir sem settir yrðu í forvarnaaðgerðir af þessu tagi skili sér margfalt fjárhagslega, svo ekki sé talað um þjáningarnar.
 
Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Blágreni

Sigurður Arnarson skrifar
30. apríl 2025 | kl. 16:30

Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. apríl 2025 | kl. 13:45

Bravo

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. apríl 2025 | kl. 11:30

Pétur læknir

Jóhann Árelíuz skrifar
27. apríl 2025 | kl. 06:00

Bjóðum þjófa og slordóna velkomna

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. apríl 2025 | kl. 06:00

Amma Kristín

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
25. apríl 2025 | kl. 06:00