Fara í efni
Ólafur Þór Ævarsson

Smitleiðir gæsku

FRÆÐSLA TIL FORVARNA - XV

Samfélagsgæska (Social Kindness)

Þegar við verðum vitni að því að einhver gerir góðverk er tilfinningin sem við finnum sjálf góð. Okkur verður hlýtt um hjartarætur og fyllumst manngæsku og einnig löngun til að gera eins. Eða réttara sagt svipað. Rannsóknirnar sýna nefnilega að maður gerir ekki það sama og fyrirmyndin heldur fyllist meiri löngun til að gera vel, láta gott af sér leiða og finnur svo eigin leið til að gera það. Þetta er smitandi hegðun, meðvituð eða ómeðvituð. Vísindamenn hafa verið að rannsaka hegðun í stórum hópum í löngun til þess að skýra þetta fyrirbæri. Það virðist ekki vera þannig að við finnum þrýsting til þess að láta gott af okkur leiða eða langi til að herma gjörðir þeirra góðhjörtuðu. Það er eitthvað annað og djúpstæðara í mannlega eðlinu sem hefur þarna áhrif. Það skiptir ekki máli af hvaða kyni fyrirmyndin er, né á hvað aldri eða af hvaða kynþætti. En það virðist sem áhrifin minnki með tímanum. Það er að segja þeim mun lengur sem líður frá góðverkinu sem við urðum vitni að, þeim mun meira dvínar löngun okkar til þess að gera hið sama. Líkt og við þurfum stöðuga áminningu og góðar fyrimyndir. Og þá er spurt. Gæti það haft svipuð áhrif ef við berum fyrimyndina innra með okkur, í huganum? Gæti það haft áhrif ef hermaðurinn í miðju stríði hugsar „Hvað myndi mamma gera nú“ og myndi það geta mótað hegðun hans. Og það fylgja margar áleitnar spurningar í kjölfarið þegar þessar rannsóknir á mannlegri hegðun eru túlkaðar. Eru þetta svipuð áhrif eins og af fyrirmynd Krists í sögum Biblíunnar. Og hversu langt ná áhrif áhrifavaldanna í nútímanetsamfélagi. Eða eru það svipuð áhrif sem við upplifum gegnum góðverk sögupersónu í góðri bók. Og svo hið gagnstæða. Hafa neikvæðu raddirnar og tuðið kanski gagnstæð áhrif.

Nýjar rannsóknir á starfsemi heila, tauga og hormóna eru afar áhugaverðar og fjalla oft um samvinnu allra þessara kerfa. Og þær vekja grun um að hluti svaranna við spurningunum hér að ofan finnist hér því þegar þetta samspil er skoðað dýpra virðist sem grunnstarfsemi þessara kerfa hafi ávallt sömu markmið. Að hafa áhrif á líðan, tilfinningar og viðbrögð okkar þannig að við tengjumst betur hvert öðru, vinnum sterkar saman og sýnum hvert öðru aukið umburðarlyndi, stuðning og gæsku. Þetta er þannig hluti af kjarnahönnun mannsins, mikilvægur þáttur mennskunnar, bundin í vefjagerð, efni og erfðir okkar ekki síður en sálarkima og nauðsynlegri til að tryggja afkomu okkar en illska og yfirgangur.

Látum sem fæst hindra þetta mikilvæga smit gæskunnar, já reynum jafnvel sjálf að smita aðra.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Heilsukvíði

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
09. maí 2024 | kl. 10:00

Geðlæknirinn fer á barinn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
21. mars 2024 | kl. 09:45

Feimni

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
20. mars 2024 | kl. 10:10

Er betra að búa í 600 en 200?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. janúar 2024 | kl. 12:20

Jólapóstur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
19. desember 2023 | kl. 17:30

Skimun

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
25. nóvember 2023 | kl. 14:00