Fara í efni
Ólafur Þór Ævarsson

Geðheilsa aldraðra

Þetta er ritað í tilefni þess að nú stendur yfir Vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, sérstaklega hjá öldruðum.

Í Gulum september 2025 er lögð áhersla á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi.

Nokkrar staðreyndir um aldraða:

  • Árið 2030 verður einn af hverjum sex jarðarbúa eldri en 60 ára.
  • Einmanaleiki og félagsleg einangrun eru helstu áhættuþættir fyrir skerðingu á geðheilsu eldri en 60 ára. Þessi þekking gefur okkur öllum hvatningu til að sinna vel þeim eldri og hafa þannig bein forvarnaráhrif gegn geðsjúkdómum eða sjálfsvígum.
  • Einn af hverjum sex aldraðra verður fyrir ofbeldi.
  • U.þ.b. 14% þeirra sem eru yfir sextugt þjást af geðsjúkdómi.
  • Í þessum aldurshópi standa geðsjúkdómar fyrir um 11% þess tíma sem lifað er með hindrun á lífsgæðum.
  • Margir aldraðir eru í álagsmiklu umönnunarhluverki vegna langvarandi veikinda maka, t.d. Alzheimer sjúkdóms.
  • Sjálfsvígstíðni aldraðra, eldri en 75 ára, var hærri en í öllum öðrum aldurshópum í nýlegri erlendri rannsókn.
  • Vísbendingar eru um að tíðnin í þessum aldurshópi fari vaxandi.
  • Aðgengi aldraðra að heilbrigðisþjónustu er oft erfiðara en annarra.

Einkenni hjá öldruðum sem ættu að leiða til læknisrannsóknar og meðferðar:

  • Breytingar á geðslagi, úthaldi og matarlyst.
  • Gleðileysi.
  • Breytingar á svefni, of lítill eða lengdur.
  • Að vera á nálum og geta ekki einbeitt sér.
  • Áhyggjur af minnstu hlutum.
  • Reiðiköst og pirringur.
  • Þrálátir verkir eða hægðavandamál.
  • Aukin áfengis,- eða lyfjanotkun.
  • Sorg og svartsýni.
  • Lífsleiði og uppgjöf.
  • Árátta og þráhyggja.
  • Óviðeigandi tal eða breyttur persónuleiki.
  • Ofskynjanir eða ranghugmyndir.

Við flestum geðsjúkdómum hjá öldruðum eru til árangursríkar meðferðir og í mörgum tilfellum má búast við fullum bata.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Orkuveita heilans

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 11:45

Gervisáli

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. ágúst 2025 | kl. 18:00

Að gleyma sér 

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 08:45

Að vera öðruvísi

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. ágúst 2025 | kl. 06:00

Ótilhlýðileg framkoma í eitruðu starfsumhverfi

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. ágúst 2025 | kl. 09:30

Timburmenn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00