Fara í efni
Umræðan

Verðlaunatillögur að stúdentagörðum

Tillaga arkitektastofunnar Nordic Office of Architecture sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum fyrir Félagsstofnun stúdenta Akureyri

Arkitektastofan Nordic Office of Architecture hlaut 1. verðlaun í samkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum fyrir Félagsstofnun stúdenta Akureyri (FÉSTA). Ellefu tillögur bárust innan settra tímamarka.

Dómnefnd var einróma í vali á 1. verðlaunatillögu, segir á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Í dómnefndaráliti segir um verðlaunatillöguna:

,,Tillagan vakti hrifningu dómnefndar fyrir framúrskarandi lausnir og vandaða byggingarlist. Þrjár ferhyrndar byggingar með möguleika á þeirri fjórðu nyrst á lóðinni er leyst á mjög sannfærandi hátt. [...] Dómnefnd var sammála um að tillagan endurspegli framsækna hönnun, sé fagmannlega unnin og vel upp sett. Mikill skilningur er á gæðum rýma og tengingu þeirra á milli sem er ætlað að tryggja vistvæna og heilnæma búsetu."

Í 2. sæti var tillaga HJARK+Sastudio og í þriðja sæti var tillaga Kollgátu og KRADS.

Á vef Miðstöðvar höjnunar og arkitektúrs segir ennfremur: 

Búsetuþarfir stúdenta við HA hafa verið að breytast á síðustu árum og hefur framboð húsnæðis hjá Félagsstofnun Stúdenta Akureyri (FÉSTA) ekki náð að fylgja eftir þeirri þróun. Eftirspurnin hefur mest verið eftir minni íbúðum s.s. stúdíó íbúðum, 2ja herbergja íbúðum og einstaklingsherbergjum. Á grundvelli könnunar og greiningarvinnu FÉSTA var niðurstaðan sú að þörf væri á að FÉSTA myndi auka framboð sitt á minna húsnæði og húsnæði sem uppfyllti nútíma kröfur.

Í framhaldi af því efndi FÉSTA í samstarfi við Arkitektafélag Íslands til opinnar framkvæmdarsamkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum innan háskólasvæðis Háskólans á Akureyri (HA). Meginmarkmið samkeppninnar er að fá tillögu sem gerir FÉSTA kleift að byggja bjartar og aðlaðandi íbúðir í góðu samræmi við húsnæðisþarfir nemenda HA.

Dómnefndin var sammála um að innsendar tillögur hafi verið fjölbreyttar og úrlausnir tillöguhöfunda ólíkar og margar áhugaverðar. Fjórar tillögur skáru sig úr með að svara áherslum dómnefndar á heildstæða byggingarlist, innra skipulag og lóðarfrágang.

1. verðlaun - Nordic Office of Architecture
_ _ _

2.  verðlaun - HJARK+Sastudio
_ _ _

3. verðlaun - Kollgáta og KRADS
_ _ _

Smellið hér til að sjá alla fréttina um hönnunarsamkeppnina á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00