Fara í efni
Umræðan

Vel tekið í nýja tillögu við Tónatröð - MYNDIR

Skipulagsráð Akureyrarbæjar samþykkti í morgun að hefja vinnu við breytingu á skipulagi við Tónatröð í samræmi við nýjar tillögur Yrki arkitekta á vegum SS Byggis ehf að útfærslu byggðgar.

Áður hafði fyrirtækið kynnt hugmyndir að nokkrum hærri húsum en nú er um að ræða.

Á fundi bæjarstjórnar í maí sl. var samþykkt að heimila SS Byggi ehf. að vinna að breytingum á skipulaginu og var í morgun lögð fram tillaga Yrki arkitekta að útfærslu byggðar.

Skipulagsráð tók í morgun jákvætt í að skipulagi á svæðinu verði breytt og fól sviðsstjóra skipulagssviðs að hefja vinnuna. „Í þeirri vinnu þarf að skoða betur afmörkun svæðisins og umfang uppbyggingarinnar, áhrif hennar á nánasta umhverfi, umferð til og frá svæðinu, jarðvegsaðstæður og fleiri þætti,“ segir í bókun skipulagsráðs.

Í stuttu máli felur tillagan í sér breytt fyrirkomulag lóða og húsa þar sem aukið er við byggingarmagn og fjölgun íbúða frá núgildandi skipulagi. Gert er ráð fyrir að breyta þurfi bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna uppbyggingar á svæðinu.

Fyrsta skref er að útbúa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi, sem er eins konar lýsing á verkefninu framundan. Ef skipulagsráð og bæjarstjórn samþykkja lýsinguna verður hún kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en lögð verða til drög að skipulagsbreytingu.

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00