Fara í efni
Umræðan

Transavia og easyJet hurfu frá vegna þoku

Svona var útlitið á Eyrinni í hádeginu. Frá þessari fallegu brú við Strandgötu sést að öllu eðlilegu inn á flugvöll. Mynd: Rakel Hinriksdóttir

Tvær flugvélar sem komu erlendis frá og áttu að lenda á Akureyrarflugvelli í morgun urðu frá að hverfa vegna svartaþoku og fóru til Keflavíkur.  Sú fyrri var Transavia vél frá Amsterdam, hin síðari vél easyjet frá Manchester.

Beðið er átekta í Keflavík og flogið verður norður ef léttir til í Eyjafirði fljótlega en Akureyri.net hefur ekki upplýsingar hve lengi félögin hafa tök á að láta vélarnar bíða.

Vél easyJet frá Gatwick flugvelli í London er á leið til Akureyrar. Áætlað er að hún lendi um tvöleytið en eins og staðan er núna verður að teljast líklegt að hún fari sömu leið og hinar tvær.

Samkvæmt veðurspá ætti að létta til upp úr klukkan þrjú.

Flugleið vélar easyJet í morgun. Eins og sjá má á bláu hringjunum hringsólaði hún yfir Akureyri og hélt síðan til Keflavíkur. Skjáskot af Flightradar24.

Svartaþoka hefur verið í Eyjafirði í morgun. Mynd: Haraldur Ingólfsson

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50