Fara í efni
Umræðan

Til Kaupmannahafnar og heim aftur fyrir 25.000

Niceair tilkynnti í morgun um ótrúlegt tilboð á flugi til Kaupmannahafnar á morgun og heim aftur á sunnudaginn: 25.000 krónur fyrir báðar leiðir. Vélin sem félagið notar alla jafna fór utan í skoðun og stærri vél verður á flugi á meðan.

„Hundtrygga vélin okkar, Súlur, skrapp til Portúgals í smá ást og umhyggju, í hennar stað kom stóra systir af gerðinni A321 í heimsókn. Sú vél er með 220 sæti og því ekkert annað að gera en að henda í tilboð,“ segir í pósti sem félagið sendi út í morgun.

„Nú gefst því einstakt tækifæri til að stökkva til Köben, nú eða fá vini og ættingja norður yfir helgina. Verð: 25.000 kr. fyrir flug báðar leiðir. Flogið er fimmtudaginn 9. mars og sunnudaginn 12. mars.“

VIÐBÓT – Vegna fjölda fyrirspurna er rétt að taka fram að skv. upplýsingum frá Niceair þarf að fara í gegnum Facebook síðu félagsins eða beint úr póstinum sem sendur var út í morgun til að fá tilboðsverðið á fluginu – sjá hér. Það verð fæst ekki með því að panta hefðbundna leið í gegnum vef félagsins.

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50