Fara í efni
Umræðan

Flugi til Düsseldorf frestað um eitt ár

Súlur, vél Niceair, í Berlin fyrr á árinu. Ekkert verður af flugi til Düsseldorf í ár. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Nice Air hefur frestað áformum um beint flug milli Akureyrar og Düsseldorf í Þýskalandi, en ætlunin var að hefja flug á milli þessara staða frá byrjun maí á þessu ári. Þessum áformum hefur nú verið frestað um ár. Ástæðurnar eru tvíþættar. Annars vegar hefur eftirspurnin hér norðan heiða verið dræm og hin hliðin er svo að Akureyri og Norðurland hafa einfaldlega ekki upp á nægilega mörg gistirými að bjóða til að mögulegt sé að hefja sölu á ferðum hingað frá Düsseldorf.

Þetta staðfesti Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Nice Air, í samtali við Akureyri.net. „Við erum búin að fresta því í ár,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að okkar endursöluaðilar í Þýskalandi fá ekki hótelrými á Akureyri og Norðurlandi. Til þessa flugs var stofnað til að koma Þjóðverjum til landsins. Þeir vilja koma á Norðurlandið, en þeir verða að geta gist einhvers staðar.“

Flugfélagið þarf að sjálfsögðu á farþegum að halda báðar leiðirnar og í frétt hér á Akureyri.net þann 3. nóvember 2022 var haft eftir Helga Eysteinssyni, sölu- og markaðsstjóra Niceair, að flugið til Düsseldorf væri fyrst og fremst hugsað til þess að koma til móts við erlenda markaðinn, „en við treystum því auðvitað að fá stuðning við flugið til Düsseldorf frá innlenda markaðnum,“ sagði hann einnig. Sá stuðningur virðist vera takmarkaður því í samtali við Þorvald Lúðvík í dag kom fram að dræm viðbrögð hér ættu sinn þátt í því að þessum áformum hefur verið slegið á frest.

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50