Fara í efni
Umræðan

Því ekki kanínuframboð?

Mér datt þetta svona í hug þar sem þessi fallegu dýr elskuð af börnum og lika fullorðnum eiga undir högg að sækja, engu síður en kettir, og hafa verið til svolítilla vandræða en á ólíkan máta. Kanínurnar nefnilega tímga sér verulega hratt svo horfir jafnvel til vansa t.d. í Kjarnaskógi og hefur verið brugðið á það ráð að grisja hópinn. Um kettina er aftur á móti mikil togstreita milli bæjarstjórnar og kattaeigenda hvernig fara skuli með þessi blessuð dýr hvort hafa skuli kettina inni eða úti. Skarið tók svo af spjátrungur og brottfluttur Akureyringur, Snorri Ásmundsson, og efndi til kattaframboðs fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Þetta er trúlega, eftir heimildum, einsdæmi og sýnist gert sem einhverskonar kjánagjörningur, sem Snorri er þekktur fyrir, enda trúlega eftirtekjan orðin rýr eftir það sem hann kallar list hjá sér. Ég hef áður sagt að það sem sýnist vaka fyrir honum er að reyna að komast í bæjarstjórn með þessu kjánaframboði sínu á kostnað trúaðra og vel metinna ágætra Akureyringa. Tekið skal fram að mánaðarlaun fyrir setu í bæjarstjórn er kr. 340 þús. á mán og að auki fyrir hverja fundarsetu í nefndum rúml. 50 þús. svo það er eftir nokkru að slægjast. Hér skal líka tekið fram að ellilíeyrisþegar í þúsunda tali hafa í laun frá Tryggingastofnun töluvert minna en fyrrgreind laun fyrir setu í bæjarstjórn Akureyrar og það er einmitt þetta fók sem Flokkur fólksins berst fyrir og er að auki með marga kattavini í framboði. Það er því illskiljanlegt ef mikið skynsamir Akureyringar láta glepjast af þessum kjánagjörningi þegar annað er í boði og hægt er að leysa kattamálið á tiltölulega auðveldan hátt þó það sé erfitt nú um stundir með bæjarstjórn Akureyrar alla í einni sæng. Það er því verðugt verkefni að koma Flokki fólksins í bæjarstjórn svo hann geti stofnað til meirihluta samstarfs með að leiðarljósi JÖFNUÐ – SAMVINNU OG MANNÚÐ.

Vinalegt svar til Ásgeirs

Annað mál er að eftir umfjöllun mína og heiðvirða umræðu um kjánagjörning Snorra fyrir stuttu á Akureyri.net snuggaðist einhverra hluta vegna í góðum og ljúfum dreng Ásgeiri Ólafssyni sem vandaði mér ekki kveðjurnar og sakaði mig m.a. um níðskrif um Snorra Ásmundsson og það sem verra var að ég hafi oftlega stundað níðskrif um Akureyringa sem ég á ekki. Ég kemst ekki hjá því að láta góðan dreng Ásgeir vita af því að ég hef í tugi ára unnið við útgáfu blaða, ritstjórn, blaðamensku og fleira því tengt og ávallt kappkostað og reynslan kennt mér að vera hvorki með níðskrif né blótsyrði eða svífyrðingar á nokkra persónu en viðurkenni fúslega að oft kveð ég sterkt að orði og skrifa tæpitungulaust en kappkosta að hafa sannleikann í fyrirrúmi en oft eru ekki allir sem þola að heyra sannleikann en það er svo ekki mitt mál. Ég undrast svolítið að góður og ljúfur drengur eins og ég tel Ásgeir vera með sterk Framsóknargen í sér úr föðurætt eins langt aftur og elstu menn muna skuli ánetjast kjánagjörningi þó svo hann eigi ketti.

HjörleifurHallgríms er eldri borgari í framboði fyrir Flokk fólksins, X F

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55

Að upphefja raddir sjúklinga

Málfríður Þórðardóttir skrifar
17. september 2023 | kl. 06:00