Fara í efni
Umræðan

Þórsarar bjóða upp á vöfflur og súkkulaði

Mynd af heimasíðu Þórs

Íþróttafélagið Þór býður upp á vöfflur með rjóma og rjúkandi súkkulaði á föstudögum á aðventunni eins og síðustu ár. Fyrsta boðið að þessu sinni verður í fyrramálið.

Eins og mörg undanfarin ár taka fyrrum formenn Íþróttafélagsins Þórs sig til og standa vaktina við vöfflujárnin í desember, segir í tilkynningu frá félaginu; nú föstudagana 5., 12. og 19. desember.

„Það verða þau Árni Óðinsson, Þóra Pétursdóttir, Sigfús Helgason og svo núverandi formaður, Nói Björnsson sem taka þá móti gestum í Hamri frá kl 9.00 til kl 12.00 á föstudögum á aðventunni. Allir hjartanlega velkomnir að koma og gæða sér á rjúkandi vöfflum með sultutaui og drekka heitt súkkulaði með. Finnum jólaandan blandast saman við ilminn úr eldhúsinu í Hamri í desember,“ segir í tilkynningu Þórsara.

Sigfús Ólafur Helgason, Þóra Pétursdóttir og Árni Óðinsson standa við vöfflujárnin í Hamri á föstudagsmorgnum fram að jólum.

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00