Fara í efni
Umræðan

Körfubolti: Þórsarar töpuðu í jöfnum leik

Smári Jónsson og Paco Del Aquilla voru báðir atkvæðamiklir í leiknum gegn Fjölni í gær. Myndir: Guðjón Andri Gylfason.

Karlalið Þórs í körfuknattleik tapaði með sex stiga mun fyrir Fjölni á heimavelli í gær eftir að hafa verið með forystuna mestallan leikinn með örfáum undantekningum og mest 12 stigum yfir. Eftir góðan sprett Þórsara í 3. leikhlutanum sneru gestirnir genginu við af mikilli þrautseigju og sigu fram úr á lokamínútunum. Lokatölur 115-121 og Þórsarar áfram í botnsæti 1. deildar með einn sigur úr fyrstu átta leikjunum.

Þórsarar voru sneggri í gang í byrjun leiks, en Fjölnismenn náðu þeim fljótlega aftur og fyrri hálfleikurinn meira og minna hnífjafn. Þórsarar þó oftar á undan og hleyptu Fjölnismönnum ekki langt fram úr í þau fáu skipti sem þeir komust yfir. Þórsarar með þriggja stiga forskot eftir fyrri hálfleikinn.

Þórsarar náðu upp góðri stemningu og krafti í 3. leikhluta og sigu fram úr. Þegar langt var liðið á leikhlutann fékk Fjölnismaðurinn William Thompson dæmda á sig óíþróttamannslega villu og svo tæknivillu í framhaldinu og eftir að hafa skoðað upptöku af atvikinu ákváðu dómarar að reka hann út úr húsi. Það breytti þó ekki öllu fyrir Fjölnisliðið enda hafði hann spilað rúmar 11 mínútur, skorað sex stig, tekið eitt frákast og átt tvær stoðsendingar. 

Í kjölfar brottrekstrarins juku Þórsarar muninn í 12 stig í upphafi fjórða leikhluta, en gestirnir neituðu að gefast upp og söxuðu smátt og smátt á forskotið. Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir fékk Christian Caldwell, stigahæsti Þórsarinn, sína fimmtu villu og strax upp úr því komst Fjölnir yfir í fyrsta skipti frá því snemma í þriðja leikhlutanum. Fjölnismenn náðu svo að hanga á forskotinu á lokamínútunni og tryggðu sex stiga sigur. 

  • Þór - Fjölnir (24-22) (34-33) 58-55 (38-31) (19-35) 115-121

Helstu tölur Þórsliðsins, stig/fráköst/stoðsendingar:

  • Christian Caldwell 34/6/2
  • Paco Del Aquilla 24/11/8 - 41 framlagspunktur
  • Smári Jónsson 18/4/9
  • Páll Nóel Hjálmarsson 17/0/0
  • Axel Arnarsson 10/2/1
  • Arngrímur Friðrik Alfreðsson 7/0/1
  • Týr Óskar Pratiksson 3/0/1
  • Andri Már Jóhannesson 2/1/0
  • Finnbogi Páll Benónýsson 0/2/0
  • Pétur Cariglia 0/0/2

Leikurinn var að mörgu leyti fínn hjá Þórsliðinu, jafn leikur gegn næstefsta liði deildarinnar sem náði að kreista fram sigurinn á lokamínútunum. Fjölnir hefur með sigrinum í dag unnið sjö leiki og tapað aðeins einum. Þórsarar eru áfram í botnsætinu með einn sigur úr átta leikjum, en Hamar og Fylkir hafa einnig unnið einn leik hvort. Þórsarar eiga einmitt eftir að mæta þessum tveimur liðum í tveimur af þremur síðustu leikjunum í fyrri umferð mótsins.

Tölfræði leiksins.

Staðan í deildinni.

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00