Fara í efni
Umræðan

Körfubolti: Þór með stórsigur gegn Vestra

Emma Karólína Snæbjarnardóttir skoraði 18 stig, tók 11 fráköst og átti 11 stoðsendingar í stórsigri Þórs á Ísafirði í dag. Hér er hún í síðasta heimasigri liðsins, gegn KV. Mynd: Helgi Heiðar Jóhannesson.

Enn einn stórsigurinn leit dagsins ljós í dag þegar kvennalið Þórs í körfuknattleik sótti Ísfirðinga heim í næst efstu deild Íslandsmótsins. Þegar upp var staðið munaði 82 stigum á liðunum, Þór skoraði 132 stig á móti 50 stigum Vestra. Þetta var sjöundi sigur Þórsliðsins í sjö leikjum í deildinni. 

Um gang leiksins þarf líklega ekki að hafa mörg orð. Þór skoraði yfir 30 stig í þremur leikhlutum af fjórum á meðan gestgjafarnir skoruðu 12-14 stig í hverjum leikhluta. 

Chloe Wilson skoraði flest stig Þórsara, 27, en Emma Karólína Snæbjarnardóttir var með skemmtilega þrennu, 18 stig, 11 ráköst og 11 stoðsendingar, auk þess að vera með lesta framlagspunkta í liðinu. Hjá Vestra skoruðu Leesha Henry og Maria Magdalena Kolyandrova 14 stig hvor.

  • Vestri - Þór (14-35) (12-32) 26-67 (12-27) (12-38) 50-132 

Helstu tölur Þórsliðsins, stig/fráköst/stoðsendingar: 

  • Chloe Wilson 34/9/0
  • Emma Karólína Snæbjarnardóttir 18/11/11 - 39 framlagspunktar
  • Yvette Adriaans 18/6/4
  • Emilie Ravn 18/1/4
  • Iho Lopez 17/12/4
  • Hjörtfríður Óðinsdóttir 17/1/3
  • María Sól Helgadóttir 8/4/0
  • Sigurlaug Eva Jónsdóttir 2/2/0

Þetta var sjöundi sigur Þórs í sjö leikjum og er liðið í efsta sæti deildarinnar.

Staðan í deildinni

Tölfræði leiksins.

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00