Fara í efni
Umræðan

Þór/KA tekur á móti Þrótti – frítt á völlinn

Tiffany Janea McCarty í heimaleiknum gegn KR fyrr í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA tekur á móti Þrótti í dag í Bestu deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins. Stelpurnar okkar eru í harðri botnbaráttu þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Stjórn Þórs/KA hefur ákveðið, vegna styrks frá ónefndum styrktaraðila, að bjóða frítt á þá þrjá heimaleiki sem liðið á eftir í deildinni.

Þór/KA er í þriðja neðsta sæti þegar 13 leikjum er lokið; Keflavík er með 13 stig, Þór/KA hefur 10 stig, Afturelding níu og KR er neðst með sjö stig. Tvö lið falla úr deildinni.

Þróttarar eru í þriðja sæti með 25 stig, aðeins þremur á eftir Breiðabliki sem er í öðru sæti en Valur er efstur með 32 stig og því í kjörstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Leikurinn á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) hefst klukkan 18.00

Að lokinni viðureign kvöldsins á lið Þórs/KA fjóra leiki eftir í Bestu deildinni:

  • Miðvikudag 14. september Þór/KA – ÍBV
  • Sunnudag 18. september Keflavík – Þór/KA
  • Sunnudag 25. september Þór/KA – Stjarnan
  • Laugardag 1. október KR – Þór/KA

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30