Fara í efni
Umræðan

Þjóðmál verðlaunuðu Finn og Sigríði

Hjónin Sigríður M. Hammer og Finnur Aðalbjörnsson, eigendur og stofnendur Skógarbaðanna, og Þórður Gunnarsson sem veitti verðlaunin. Mynd: Þjóðmál/Kristinn Magnússon
Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, stofnendur og meirihlutaeigendur Skógarbaðanna, hlutu á dögunum verðlaunin „kaupmaður ársins“ á hátíðarkvöldi hlaðvarpsins Þjóðmála, þess vinsæla hlaðvarps um stjórnmál og viðskipti.
 
Hjónin „lögðu allt undir við uppbyggingu Skógarbaðanna á Akureyri þegar þau sáu tækifæri í nýtingu þess heita vatns sem skilaði sér innan úr Vaðlaheiðinni í kjölfar borunar samnefndra ganga,“ segir á Facebook Þjóðmála.
 
„Þau hafa með elju og dugnaði byggt upp fyrirtæki sem hefur hvort tveggja í senn auðgað mannlífið í Eyjafirði og ýtt undir fjölbreyttari og gæði ferðaþjónustu á svæðinu. Fjöldi gesta hefur farið fram úr björtustu vonum og fyrir liggja áætlanir um frekari vöxt á starfsemi félagsins. Þau hjónin eru sönnun þess þegar einstaklingsframtakið fær svigrúm þá verða verðmæti til sem gagnast samfélaginu öllu,“ segir í tilkynningu Þjóðmála. „Á vettvangi Skógarbaðanna og tengdrar starfsemi verða til hundruð beinna og óbeinna starfa í Eyjafirði sem auka á atvinnutækifæri fólks og skila gríðarlegum tekjum til sveitarfélaganna á svæðinu.“

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45