Fara í efni
Umræðan

Það er okkar bæjarfulltrúa að vinna að bragarbótum

Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra birti grein á Akureyri.net þann 23. júní þar sem hann fer vel yfir hlutverk eftirlitsins og kemur með góðar ábendingar um hvernig bæta megi verkferla sveitarfélagsins á sviði umhverfismála. Ég mun klárlega tala fyrir þeim í þeirri vinnu sem bíður okkur núna að skoða þessi mál betur.

Ég skrifaði grein um hreinsum í bæjarlandinu þar sem kom fram að verkfærið væri til og vísaði í samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra og sagði jafnframt að við þyrftum að sýna þor til að beita þessari samþykkt og leita annarra lausna í bland við hana til að hreinsa bæinn okkar. Þá var það alls ekki meining mín að skella skuldinni á Heilbrigðiseftirlitið og biðst ég innilegar afsökunar á því. Klaufalega orðað hjá mér þar sem það er helst forgangsröðun fjármagns hjá Akureyrabæ sem stendur í vegi fyrir því að við náum að framfylgja henni til fulls. Alfreð hefur vissulegs gert það sem hann getur við þær aðstæður eða úrræðaleysi sem við búum við í dag. Það er okkar bæjarfulltrúa að gera bragarbót á því og mun vonandi verða niðurstaðan eftir vinnu við aðgerðaáætlun nýrrar umhverfis- og loftslagsstefnu. Fyrst þurfum við að viðurkenna vandann í stefnunni og svo þarf Akureyrarbær að grípa til aðgerða svo hægt verði að fara framfylgja almennilega umræddri samþykkt.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir er bæjarfulltrúi Framsóknarflokks á Akureyri

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. mars 2024 | kl. 13:11

Akureyri stendur ekki í vegi fyrir kjarasamningum

Heimir Örn Árnason skrifar
06. mars 2024 | kl. 15:15