Fara í efni
Umræðan

Takmarkanir settar á heimsóknir á SAk

Breytingar voru í dag gerðar á reglum um heimsóknir til fólks á Sjúkrahúsinu á Akureyri, vegna fjölda Covid-19 smita sem greinst hafa í bænum síðustu daga.

Frá og með deginum gildir eftirfarandi:

  • Tveir gestir mega koma í heimsókn á dag, vegna aukins fjölda smita hjá börnum á síðustu dögum þykir rétt að loka fyrir heimsóknir þeirra tímabundið, nema í undantekningartilvikum.
  • Gestir mega ekki hafa kvefeinkenni, hita, hósta, slappleika eða beinverki.
  • Gestir mega ekki hafa verið í tengslum við COVID-19 smitaðan einstakling síðastliðna 14 daga.
  • Gestir noti grímu og spritti hendur áður en farið er inn á stofu.
  • Hægt er að setja meiri takmarkanir hjá sjúklingum sem eru sérstaklega viðkvæmir.

Viðbragðsstjórn SAk beinir þeim tilmælum til fólks að heimsækja ekki veika aðstandendur fyrr en 14 dögum eftir heimkomu erlendis frá.

„Ef aðstæður eru þannig að heimsókn er metin mikilvæg er heimsóknargestur beðinn um að vera með skurðstofugrímu og spritta hendur. Þetta gildir aðeins að því gefnu að viðkomandi hafi engin einkenni sem geta bent til COVID-19 eða hafi umgengist einstakling með sjúkdóminn á síðustu 14 dögum. Skurðstofugrímu er hægt að kaupa í apóteki eða nálgast á deild sjúklings í samráði við starfsfólk,“ segir á vef sjúkrahússins.

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55

Að upphefja raddir sjúklinga

Málfríður Þórðardóttir skrifar
17. september 2023 | kl. 06:00