Fara í efni
Umræðan

Takmarkanir settar á heimsóknir á SAk

Breytingar voru í dag gerðar á reglum um heimsóknir til fólks á Sjúkrahúsinu á Akureyri, vegna fjölda Covid-19 smita sem greinst hafa í bænum síðustu daga.

Frá og með deginum gildir eftirfarandi:

  • Tveir gestir mega koma í heimsókn á dag, vegna aukins fjölda smita hjá börnum á síðustu dögum þykir rétt að loka fyrir heimsóknir þeirra tímabundið, nema í undantekningartilvikum.
  • Gestir mega ekki hafa kvefeinkenni, hita, hósta, slappleika eða beinverki.
  • Gestir mega ekki hafa verið í tengslum við COVID-19 smitaðan einstakling síðastliðna 14 daga.
  • Gestir noti grímu og spritti hendur áður en farið er inn á stofu.
  • Hægt er að setja meiri takmarkanir hjá sjúklingum sem eru sérstaklega viðkvæmir.

Viðbragðsstjórn SAk beinir þeim tilmælum til fólks að heimsækja ekki veika aðstandendur fyrr en 14 dögum eftir heimkomu erlendis frá.

„Ef aðstæður eru þannig að heimsókn er metin mikilvæg er heimsóknargestur beðinn um að vera með skurðstofugrímu og spritta hendur. Þetta gildir aðeins að því gefnu að viðkomandi hafi engin einkenni sem geta bent til COVID-19 eða hafi umgengist einstakling með sjúkdóminn á síðustu 14 dögum. Skurðstofugrímu er hægt að kaupa í apóteki eða nálgast á deild sjúklings í samráði við starfsfólk,“ segir á vef sjúkrahússins.

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. desember 2025 | kl. 10:00