Fara í efni
Umræðan

Takmarka heimsóknir á ný vegna Covid-19

Viðbragðsstjórn Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hefur ákveðið að takmarka heimsóknir til sjúklinga á ný vegna Covid-19. Tveir liggja nú á SAk með kórónaveiruna.

„Covid-19 faraldurinn hefur verið á undanhaldi síðustu vikur en virðist nú vera að taka aftur við sér því um 200 ný smit eru nú að greinast daglega innanlands. Þrjátíu eru inniliggjandi á LSH með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Tveir eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid-19,“ segir á vef SAk í dag.

„Vegna þessa er talið nauðsynlegt að takmarka heimsóknartíma við einn gest á dag til hvers sjúklings og að hámarki í eina klukkustund. Gestir skulu bera grímu.

Minnt er á að auk Covid-19 er ýmislegt annað í gangi, parainfluensa og fleira auk þess sem apabóla hefur borist til landsins. Það er því full ástæða til að fara varlega og viðhafa almennar smitvarnir.“

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30

Tala eingöngu um vextina

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 19:00

Grunnskólarnir okkar allra

Sindri Kristjánsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 06:00

Akureyrarbær gerir vel við barnafólk og tekjulágar fjölskyldur

Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannsson og Hulda Elma Eysteinsdóttir skrifa
28. ágúst 2024 | kl. 14:38

Viltu úthluta milljarði?

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 12:12

Tugir milljarða evra til Pútíns

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. ágúst 2024 | kl. 16:00