Fara í efni
Umræðan

Stöðugur straumur í Covid-sýnatöku

Hluti raðarinnar fyrir utan sýnatökustöð HSN á Akureyri í morgun. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Mörg hundruð manns hafa mætt í sýnatöku vegna Covid-19 á Akureyri í morgun. Heilbrigðisstofnun Norðurlands sér um sýnatökuna á starfsstöð við Strandgötu og þar hefur verið löng röð síðan laust fyrir klukkan níu. Allan þann tíma hafa 250 til 300 manns beðið í röð hverju sinni og ekkert lát er á fólki á staðinn.

Fyrir þá sem þekkja svæðið er rétt að geta þess að þegar myndirnar voru teknar um klukkan 11.30 var röðin frá planinu við Strandgötu, út Norðurgötu og niður Gránufélagsgötu, og um tíma í morgun og suður í Grundargötu.

Töluvert hefur verið um smit á Akureyri undanfarna daga, flestir hinna smituðu eru börn á grunnskólaaldri og hefur skólastarf þar af leiðandi raskast, því margir eru í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru nú tæplega 130 manns í einangrun og rúmleg 1250 í sóttkví.

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30