Fara í efni
Umræðan

Stöðugur straumur í Covid-sýnatöku

Hluti raðarinnar fyrir utan sýnatökustöð HSN á Akureyri í morgun. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Mörg hundruð manns hafa mætt í sýnatöku vegna Covid-19 á Akureyri í morgun. Heilbrigðisstofnun Norðurlands sér um sýnatökuna á starfsstöð við Strandgötu og þar hefur verið löng röð síðan laust fyrir klukkan níu. Allan þann tíma hafa 250 til 300 manns beðið í röð hverju sinni og ekkert lát er á fólki á staðinn.

Fyrir þá sem þekkja svæðið er rétt að geta þess að þegar myndirnar voru teknar um klukkan 11.30 var röðin frá planinu við Strandgötu, út Norðurgötu og niður Gránufélagsgötu, og um tíma í morgun og suður í Grundargötu.

Töluvert hefur verið um smit á Akureyri undanfarna daga, flestir hinna smituðu eru börn á grunnskólaaldri og hefur skólastarf þar af leiðandi raskast, því margir eru í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru nú tæplega 130 manns í einangrun og rúmleg 1250 í sóttkví.

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00