Fara í efni
Umræðan

Smit í Brekkuskóla, sum börn aftur í sóttkví

Kórónuveiran heldur áfram að hrella Akureyringa.

Í gær kom í ljós að starfsmaður í Brekkuskóla er smitaður. Hann var með nemendum í 4. bekk og „því miður þá þurfa þeir nemendur sem loks komust í skólann í dag aftur að fara í sóttkví,“ segir í pósti frá skólastjórnendum til foreldra í gærkvöldi. Starfsmaðurinn var í smitgát og einkennalaus. Smitið kom fram í seinna hraðprófi.

Fjöldi barna í skólanum hefur verið í sóttkví þessa viku. Átta þeirra máttu mæta aftur í skólann í gær, en hafa nú verið send aftur í sóttkví.

Stöðugur straumur fólk, aðallega börn og foreldrar, hafa mætt til sýnatöku á Akureyri í morgun. Sjá nánar hér

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00