Fara í efni
Umræðan

Slys í uppsiglingu með tillögu um samruna

Andri Teitsson, MA-stúdent, bæjarfulltrúi og fyrrverandi formaður skólanefndar MA, segir slys í uppsiglingu með tillögu um samruna Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri.

Andri segir stjórnendur MA halda fast um peningaveskið „og ég get fullyrt að sá sem vill sækja þangað hundruða milljóna sparnað er kominn í geitarhús að leita ullar. Bent hefur verið á rökleysur og vitleysur varðandi sparnaðartillögur menntamálaráðherra svo sem hvað varðar stöðugildi sálfræðinga og námsráðgjafa og margt fleira og hef ég engu við það að bæta.“ 

Hann skrifar: Nemendur, starfsfólk og velunnarar MA og VMA hafa risið upp gegn hugmyndinni um sameiningu. Fáir hafa lýst yfir stuðningi, nema helst fólk sem á allt sitt undir mildi ráðherrans. Skólameistari VMA segir „Við sameiningu skólanna verður til öflugt skólasamfélag ...“. Enmitt það, við erum með TVÖ slík í dag og til hvers að fækka um eitt? Og skólameistari MA segir: „Virðing fyrir mannlega þættinum og menningu þeirra stofnana sem eiga í hlut skiptir höfuðmáli ...“ svo satt, en virðingin og menningin endast ekki lengi eftir að skóli eða skólar eru lagðir niður. Skólameisturunum er reyndar vorkunn, skilaboð ráðherrans til þeirra eru auðvitað „mæ vei or ðe hævei“.

Smellið hér til að sjá grein Andra Teitssonar

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30