Fara í efni
Umræðan

Slys í uppsiglingu með tillögu um samruna

Andri Teitsson, MA-stúdent, bæjarfulltrúi og fyrrverandi formaður skólanefndar MA, segir slys í uppsiglingu með tillögu um samruna Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri.

Andri segir stjórnendur MA halda fast um peningaveskið „og ég get fullyrt að sá sem vill sækja þangað hundruða milljóna sparnað er kominn í geitarhús að leita ullar. Bent hefur verið á rökleysur og vitleysur varðandi sparnaðartillögur menntamálaráðherra svo sem hvað varðar stöðugildi sálfræðinga og námsráðgjafa og margt fleira og hef ég engu við það að bæta.“ 

Hann skrifar: Nemendur, starfsfólk og velunnarar MA og VMA hafa risið upp gegn hugmyndinni um sameiningu. Fáir hafa lýst yfir stuðningi, nema helst fólk sem á allt sitt undir mildi ráðherrans. Skólameistari VMA segir „Við sameiningu skólanna verður til öflugt skólasamfélag ...“. Enmitt það, við erum með TVÖ slík í dag og til hvers að fækka um eitt? Og skólameistari MA segir: „Virðing fyrir mannlega þættinum og menningu þeirra stofnana sem eiga í hlut skiptir höfuðmáli ...“ svo satt, en virðingin og menningin endast ekki lengi eftir að skóli eða skólar eru lagðir niður. Skólameisturunum er reyndar vorkunn, skilaboð ráðherrans til þeirra eru auðvitað „mæ vei or ðe hævei“.

Smellið hér til að sjá grein Andra Teitssonar

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30

Tala eingöngu um vextina

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 19:00

Grunnskólarnir okkar allra

Sindri Kristjánsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 06:00

Akureyrarbær gerir vel við barnafólk og tekjulágar fjölskyldur

Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannsson og Hulda Elma Eysteinsdóttir skrifa
28. ágúst 2024 | kl. 14:38

Viltu úthluta milljarði?

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 12:12

Tugir milljarða evra til Pútíns

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. ágúst 2024 | kl. 16:00