Fara í efni
Umræðan

Skin og skúrir hjá íþróttaliðum bæjarins

Karlalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí sigraði Skautafélagi Reykjavíkur í gærkvöldi í síðasta leik Hertz deildarinnar – 7:3.

SA fékk 44 stig í deildarkeppninni og var löngu búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. SA vann 14 af 16 leikjum í deildinni. SR fékk 22 stig.

Þessi lið mætast í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst 21. mars á Akureyri.

Sigur SA var afar öruggur; liðið komst í 4:0 og 7:1 áður en SR gerði tvö síðustu mörk­in.

Hafþór Sigrún­ar­son skoraði tvö mörk fyr­ir SA, Ingvar Jóns­son, Baltas­ar Hjálm­ars­son, Pét­ur Sig­urðsson, Jó­hann Leifs­son og Orri Blön­dal eitt hver. Mörk SR gerðu Kári Arnarsson og Akureyringar í Reykjavíkurliðinu, Ævar Arn­gríms­son og Heiðar Krist­veig­ar­son.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

  • Stelpurnar í fótboltaliði Þórs/KA töpuðu 3:1 fyrir Þrótti í Reykjavík í gærkvöldi í Lengjubikarkeppninni. 

Leikið var í Egilshöllinni. Með sigrinum komst Þróttur í undanúrslit en Þór/KA gæti fylgt Reykjavíkurliðinu þangað; á eftir að leika við Selfoss en framhaldið veltur líka á úrslitum annarra leikja.

Sandra María Jessen skoraði fyrir Þór/​KA strax á sjöundu mín­útu en sex mín­út­um síðar jafnaði Katie Cous­ins fyr­ir Þrótt. Katla Tryggva­dótt­ir og Sæ­unn Björns­dótt­ir bættu mörkum við fyrir Þrótt í seinni hálfleik.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

  • Þórsstrákarnir töpuðu fyrir Ármanni í 1. deildinni í körfubolta á heimavelli í gærkvöldi 88:67.

Baldur Örn Jóhannesson og Zak David Harris léku best skv. tölfræðinni en Smári Jónsson skoraði mest, 21 stig.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

  • Kvennalið Þórs í körfubolta tapaði fyrir Stjörnunni í vikunni í Garðabæ, 97:78, í toppbaráttu næst efstu deildar Íslandsmótsins.

Leikurinn var í járnum fyrstu þrjá leikhlutana, en svo stungu heimamenn af í þeim fjórða og síðasta.

  • Skorið eftir leikhlutum 24:26 – 18:13 – 23:22 – 32:17

Madison Anne Sutton lék best skv. samanlagðri tölfræði en Hrefna Ottósdóttir stigahæst Þórsara með 18 stig.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00