Fara í efni
Umræðan

Sjötti sigur KA í röð í Kjarnafæðismótinu

Myndin er af Facebook síðu KA

KA varð Kjarnafæðismeistari í knattspyrnu sjötta árið í röð. KA-strákarnir unnu Þórsara 3:0 í kvöld í Boganum í úrslitaleik þessa árlega æfingamóts Knattspyrnudómarafélag Norðurlands.

Það var Ásgeir Sigurgeirsson sem KA á bragðið með fyrsta markinu þegar 25 mínútur voru liðnar eftir slæm varnarmistök hjá Þór og Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti öðru við nokkrum andartökum síðar. Hrannar Mar Steingrímsson innsiglaði sanngjarnan sigur um miðjan seinni hálfleikinn.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Þar sem Akureyri.net hafði ekki tök á að fylgjast með leiknum er best að vísa á fótboltavef Íslands, fotbolti.net, þar sem myndarlega var fjallað um leikinn að vanda. Smellið hér til að lesa um leikinn, hér er viðtal við Ívar Örn Árnason KA-mann og hér við Þorlák Árnason þjálfara Þórs.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45